9 leiðir til að hætta að ofhugsa hlutina

Það er algengt að fólk detti í að hugsa of mikið um hlutina. Margir kannast eflaust við að byrja að hugsa um um lítið vandamál sem á endanum verður að risastóru og hræðilegu vandamáli. Ertu að missa af einhverju gleðilegu því það fellur í skuggann á vandamáli sem yfirtekur allt í huga þínum? Að hugsa allt of mikið getur orðið til þess að þú standir kyrr í lífi þínu og komist ekki áfram. Ekki skemma það góða og gleðilega sem gerist í lífi þínu með því að festast í ofhugsun.

woman-stressed

Sjá einnig: 8 atriði til að muna þegar þér finnst þú ekki vera nógu góð/góður

Hér eru nokkur atriði sem gætu hjálpað þér. Auðveldar leiðir til að hugsa skýrt og lifa hamingjusamara lífi, laus við hræðslu.

1. Forgangsröðun. Það er svo auðvelt að detta í þá gildru að ofhugsa hina minnstu hluti. Hugsaðu með þér hvort að þetta vandamál muni skipta þig einhverju máli eftir fimm ár eða jafnvel fimm vikur. Gott er að nota þess spurningu „skiptir þetta virkilega einhverju máli þegar fram líða stundir?“. Hugsaðu frekar um það sem skiptir virkilega miklu máli og kemur þér þangað sem þú þarft eða langar að komast.

2. Settu tímasetningu á ákvarðanir. Ef þú hefur ekki takmarkaðan tíma til að taka ákvarðanir og framkvæma, er hætta á því að hugsunin velti um í huga þínum fram og til baka til lengri tíma. Lærðu að taka ákvarðanir og láta af þeim verða með því að setja þér tímamarkmið. Settu þér tíma og af stað!

3. Vertu manneskjan sem framkvæmir hlutina. Þegar þú hefur náð tökum á tímatakmörkunum, munt þú sjá að þú ert að framkvæma meira en þú áður gerðir. Lítil skref í áttina að markmiðinu eru alltaf jákvæð, svo byrjaðu smátt svo þérf finnist þú ekki þurfa að stökkva aftur á byrjunarreit þegar hræðslan grípur þig.

4. Áttaðu þig á því að þú getur ekki stjórnað öllu. Að reyna að hugsa um sama hlutinn 50 sinnum aftur og aftur, er ekki besta leiðin til að stjórna því sem gengur á í lífinu þínu. Ekki vera hrædd um að þú sért að taka stóra áhættu með því að takasta á við vandan, mistakast eða að líta út eins og fífl. Lífið er alltaf að reyna að láta þig fara út fyrir þægindarammann. Allir þeir sem þú dáist að eða þeir sem gefa þér innblástur hefur mistekist ætlunarverk sitt á einhverjum tímapunkti.

5. Segðu stopp í þeim aðstæðum sem þér finnst þú ekki getað hugsað skýrt. Stundum erum við í þeim aðstæðum að geta ekki hugsað skýrt, hvort sem að við erum of svöng eða aðstæðurnar verða yfirþyrmandi. Taktu þér smá stund til að  stoppa þig af, svo þú náir að hugsa málin betur.

6. Ekki týna þér í óljósum ótta. Þú lendir í því að láta óhraunhæfan ótta ná yfirtökunum í aðstæðum sem þú ert í. Hugsaðu hvað það virkilega er sem þú ert að hræðast og sjáðu að það á sér yfirleitt ekki réttlætanlegar stoðir. Hvað væri það versta sem gæti gerst? Þú pínir þig meira en þú virkilega þarft.

7. Stundaðu líkamsrækt. Það gæti losað um áhyggjur og innri togstreitu ásamt því að bæta almenna líðan.

8. Eyddu meiri tíma í núinu. Að hugsa mikið um það sem liðið er eða það sem gæti gerst á morgun getur verið streituvaldandi.

– Hægðu á þér í því sem þú ert að gera núna. Hreyfðu þig hægar, talaðu hægar eða jafnvel keyrðu hægar. Ef þú gerir það, gætirðu fundið fundið fyrir því hvernig þú ert að nota líkama þinn og hvað er að gerast í kringum þig.

-Segðu við þig: Núna er ég að… við það sem þú ert að gera. Komdu huganum þínum aftur þangað sem hann á að vera í stað þess að leyfa honum að hlaupa aftur á bak og áfram. Vertu núna að gera það sem þú ert að gera núna.

-Aftengdu þig og settu þig aftur í samband. Segðu við þig að stoppa og settu þig svo í samband aftur til þess að taka eftir því sem er að gerast í kringum þig. Finndu það, heyrðu það og finndu lyktina af því.

9. Eyddu meiri tíma með fólki sem á það ekki til að ofhugsa hlutina. Félagslegt umhverfi þitt spilar stóran þátt í líðan þinni, ásamt því sem þú lest, horfir eða hlustar á. Finndu innblástur frá þeim sem hafa ekki þann eiginleika að ofhugsa mikið. Það hefur mun jákvæðari áhrif á þig og gæti hjálpað þér að komast yfir þann ávana að hugsa of mikið

Sjá einnig: Það er gott að fara í jóga til að losa út stress – Jafnvel fyrir Hr. Trölla

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                             Heimildir: ecpandedconsciousness.com

SHARE