9 merki um að hann sé ekki sá eini rétti

Ef þú ert einhleyp/ur og ert að leita að þínum draumaprins, getur það verið erfitt verkefni. Það er auðvelt að horfa framhjá litlum hlutum en það er ekki sniðugt að horfa framhjá öllum „slæmum“ hlutum varðandi viðkomandi. Það hafa allir sína galla en sumir gallar eru það stórir að það er ekki hægt að horfa framhjá þeim. Hér eru til að mynda nokkur merki um að maðurinn sem þú ert að hitta sé ekki sá eini rétti fyrir þig:

1.Hann sættir sig ekki við að þú eigir þér fortíð

Það eiga allar manneskjur sína fortíð. Ef kærastinn er pirraður á því að þú hafir átt aðra kærasta, getur verið að hann sé ekki rétti maðurinn fyrir þig. Það síðasta sem þú vilt er að vera með stanslaust samviskubit yfir því að þú hafir átt líf fyrir hans tíma. Fortíð þín á ekki að vera eitthvað sem kærasti þinn þarf að tala um aftur og aftur, eða notar gegn þér. Ef hann gerir það er komin tími til að sparka honum.

2. Hann er eigingjarn í rúminu

Ef maðurinn sem þú ert með er eigingjarn í rúminu, er það eitthvað sem þú þarft að takast á við strax. Hann á að hafa jafnmikinn áhuga á að fullnægja þér eins og þú að fullnægja honum. Ef þú leyfir honum að komast upp með að vera eigingjarn, mun það ekki breytast auðveldlega.

3. Hann verður reiður þegar þú sýnir tilfinningar

Körlum finnst ekki þægilegt þegar konur gráta. Það lætur þeim líða illa og þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera til að láta henni líða betur. Það eru samt sumir menn sem verða reiðir þegar kona grætur eða er í uppnámi. Ef kærasti þinn verður reiður þegar þú ert ekki hress, ættir þú kannski ekki að vera með honum. Við erum öll með tilfinningar sem við verðum að fá að tjá. Ef þú ert með svona manni lengi getur verið að þú farir að halda aftur af tilfinningum þínum og það er ekki gott fyrir þig.

4. Hann er dónalegur og grófur

Sumt fólk segir það óásættanlegt að fólk sé dónalegt á meðal almennings, en við segjum; það er alltaf ósættanlegt, líka í einrúmi. Ef kærasti þinn er dónlegur og óviðeigandi við þig í einrúmi, er það ástæða til að hafa áhyggjur, sérstaklega ef þú ert búin að nefna þetta við hann og hann breytir engu. Ef hann getur ekki hamið sig úti á meðal fólks, ættirðu kannski bara að losa þig við hann. Hann ætti að vilja vera besta útgáfan af sjálfum sér þegar hann er með þér.

 

5. Hann er alltaf að dæma þig

Við vitum að við eigum að elska okkur sjálf. Það getur reynst erfitt þegar kærasti þinn er alltaf að dæma þig og setja út á þig. Hann minnir þig á það daglega hvað þú ert hræðilega manneskja og hversu gölluð þú ert. Það sem enn meira er, þá gleymir hann aldrei mistökum þínum og kennir þér um allt. Þér fer að líða eins og allt sé þér að kenna og þú sért ömurlegasta manneskja í heiminum. Hættu því. Þú ert falleg, klár og frábær. Hann er einfaldlega ekki maðurinn fyrir þig.

6. Þú ert ekki í forgangi hjá honum

Líður þér eins og þú sért ekki í forgangi hjá honum? Er hann alltaf með vinum sínum án þess að láta þig vita af því? Eru vinnan hans og fjárhagsleg markmið honum meira mikilvæg en þú? Þegar þú ert með honum og vinum hans, líður þér eins og þú eigir ekki samleið með þeim?Líður þér eins og hann sé að hanga með vinum sínum og þú sért jafnvel bara ein af vinunum?

7. Hann sýnir engar tilfinningar

Það er mjög augljóst en samt neita flestar konur að viðurkenna að maki þeirra hafi engar sannar tilfinningar. Ef þið hafið verið saman í nokkra mánuði eða nokkur ár og hann sýnir engar tilfinningar, hvað ætlarðu að bíða lengi eftir því?

8. Hann lýgur

Hefur hann logið að þér um hvert hann er að fara, hvar hann hefur verið og með hverjum? Þegar þú spyrð hann að einhverju, er hann þá í smástund að detta í hug hverju hann á að svara. Á hann erfitt með að muna hvað hann sagði í gær? Eða fyrir 5 tímum? Litlar hvítar lygar eru eitt, en stórar lygar eru ástæða til sambandslita.

9. Hann vill ekki tala um framtíðina

Það skiptir ekki máli hversu lengi þið hafið verið saman, þið eigið alltaf að geta rætt framtíðina. Það er kannski of snemmt að ræða barneignir en þið eigið alveg að geta rætt komandi viðburði. Kannski næsta frí, bíltúr, brúðkaup og svoleiðis. Ef hann forðast allt svona tal, er hann kannski ekki rétti maðurinn fyrir þig.

Heimildir: Womanitely.com

 

SHARE