17 atriði sem konur vilja að karlar viti um kynlíf

Öll viljum við eiga sjóðheitt kynlíf. Stundum þurfa konur samt að leiðbeina körlunum aðeins ef þær vilja fá það sem þær vilja. Það getur verið óþægilegt spjall en mjög nauðsynlegt.

Hér eru 24 ráð til karla, frá konum, er varðar kynlífið. Þetta er kannski ekki fyrir þá allra viðkvæmustu svo settu þig í stellingar:

1. Við höfum líka gaman að þessu

Það hefur verið sagt um konur, árum saman, að við höfum minni áhuga á kynlífi en karlar, viljum ekki tala um það og hlökkum ekki til þess. Það er rangt!

2. Ef þú vilt að konan þín geri eitthvað, gerðu það líka

Ef þú vilt að konan þín snyrti sig að neðan, sé í fallegum nærfötum, veiti þér munnmök og svo framvegis, er gott að þú gerir það líka.

3. Forleikur er ekki eitthvað sem þarf að drífa sig með

Vonandi ertu ekki einn af þeim sem ferð beint í að setja hann inn án nokkurs fyrirvara, það er glatað. Konur vilja ekki að karlar ráðist heldur beint á píkuna og snípinn með miklu offorsi. Byrjaðu rólega og fikraðu þig rólega í átt að besta staðnum. Mýkt er algjörlega málið.

4. Hægt og rólega

Það er lykillinn.

5. Segðu eitthvað

Það er enginn að segja að þú þurfir að halda einhverja ræðu en bara smá unaðsstuna og „þú ert svo sexý“ eða eitthvað svoleiðis. Algjör þögn er ekki alveg það mest sexý.

6. Mundu að þetta er ekki klámmynd

Það getur verið að konunni finnist smá dónatal og vilji aðeins láta taka á sér í rúminu en það eru alls ekki allar konur sem vilja það. Lykillinn er að kynnast hvort öðru áður en þú ferð að reyna að endurskapa einhverja klámsenu sem þú hefur séð á netinu.

7. Hafðu smá fyrir þessu

Ef þú ætlar að bjóða konu heim til þín, skaltu gera fínt hjá þér, opnaðu vínflösku (ef hún drekkur áfengi), settu góða tónlist í gang, hrein rúmföt og klósettskálinn verður að vera hrein.

8. Ekki vera fúll yfir því að þurfa að nota smokk

Það er ekki bara aumkunarvert, heldur sýnir það líka að þú berð ekki mikla virðingu fyrir heilsu annarra og ekki þinni heilsu heldur. Ef þú vilt stunda óvarið kynlíf skaltu fara og láta tékka á þér á „húð og kyn“ og búa þig undir að vera ekki að sofa hjá úti um allan bæ þá getum við talað saman. Ótímabær þungun er eitthvað sem enginn vill heldur.

9. Hættu að senda typpamyndir

Það eru fæstar konur að fíla typpamyndir. Ef eitthvað er, þá er það eitthvað sem myndi láta konu hætta við að hitta einhvern ef hún fær senda typpamynd án þess að hafa hitt manninn.

10. Taktu eftir viðbrögðum okkar við því sem þú gerir

Það er misjafnt hvað konur vilja þegar kemur að munnmökum. Heyrst hefur að sumar konur vilji láta sleikja sig eins og ís og aðrar vilji láta sleikja sig eins og þú myndir sleikja skeið með sterkri sósu. Prófaðu þig áfram og þú ættir að sjá hvað virkar.

11. Ef þú getur ekki kúrt, skaltu ekkert vera að koma

Já í öllum skilningi.

12. Farðu úr sokkunum

Ætlarðu ekki aðeins að stoppa?

13. Ekki reyna að læðast í „bakdyrnar“

Við vitum alveg að þú vilt endaþarmsmök, en við látum þig vita ef við viljum það.

14. Ekki setja tungu í eyra

Þetta er kannski eitthvað sem fólk gerði sem unglingar, en alls ekki gera þetta.

15. Hugsaðu um lýsinguna

Flúorljós eru ekki beint til þess að auka nautnina og fæstar konur upplifa sig sexý í svoleiðis flóðljósum. Lýsingin getur skipt sköpum þegar kemur að því hvernig kvöldið endar. Kertaljós og mjúk birta eru eitthvað sem flestum líður vel í.

16. Vertu kurteis

Bjóddu henni vatnsglas. Fylgdu henni út í bíl eða bjóddu henni upp á morgunverð. Þó þú ætlir aldrei að hitta hana aftur þá kostar ekkert að klára ykkar samskipti með smá klassa.

17. Vertu maður en ekki mús

Ef þú vilt ekki meira samband verður þú að segja það. Ekki hætta bara að svara og vera „einn af þeim“ sem láta sig bara hverfa í stað þess að vera hreinskilinn.

Heimildir: Yourtango.com

SHARE