Abercrombie & Fitch vilja ekki að feitir og óvinsælir krakkar versli við sig

Táningaverslunin Abercrombie & Fitch er alls ekki með föt í stórum stærðum af því þeir kæra sig ekki um að fólk í yfirstærðum sé í fötum með þeirra vörumerki. Þú kannast við búðina, sem auglýsir alltaf vöðvastælta bera karlmenn utan á pokunum sem krakkarnir og unglingarnir fá afhenta þegar þeir hafa verslað flíkur. Stundum stilla þeir svo upp olíubornum karlmönnum í búðinni fyrir viðskiptavini að sjá.

Þeir vilja svala krakka fyrir viðskiptavini og fólk í yfirstærð er ekki í þeim hópi.   H&M sem líka höfðar aðallega til unglinga hefur farið öðruvísi að. Nýlega laumuðu þeir sundbol í yfirstærð inn í sundfataúrvalið. H&M er semsagt komið í yfirstærðir og American Eagle sem er aðalkeppinautur Abercrombie býður föt upp í XXL bæði fyrir karla og konur.

Stærstu síðbuxurnar hjá Abercrombie eru í stærðinn 10 en H&M er með síðbuxur upp í stærð 16 og American Eagle upp í 18.

Vilja ekki að óvinsælir krakkar og feitt fólk versli í búðum sínum, helst ekki ljótir heldur.

Þeir kæra sig ekki um að feitt fólk versli í búðum sínum, þeir vilja bara granna og fallega viðskiptavini. Þeir vilja ekki að þau sem mest versla við þá mæti fólki sem er ekki jafn flott og svöl og þau og séu í samskonar fötum og þau einmitt keyptu sér.  Einu fötin sem Abercombie býður upp á í XL og XXL eru karlmannsföt sem líklega eru ætluð stórum og stæðilegum boltaköppum og glímumönnum.

Viðskipti þeirra snúast um kynþokka.

Talsmaður verslunarinnar segir í samtali frá 2006 að viðskipti þeirra snúist öll um kynþokka.

“Við erum bara með fallegt afgreiðslufólk í verslunum okkar af því að fallegt fólk dregur fallegt fólk að sér og við viljum fá svala, flotta viðskiptavini. Við höfum einfaldlega ekki áhuga á öðruvísi viðskiptavinum. Okkur er alveg sama þó aðrir finni ekkert fyrir sig í verslunum okkar. Flokkar þetta undir að velja sér viðskiptavini? Já, alveg áreiðanlega og við eigum líka með það. ”

Ef við værum að reyna að höfða til allra, ungra, gamalla, feitra, grannra væri starfið bara leiðinlegt, sagði þessi sami talsmaður.

Abercombie og Fitch gera einnig kröfur til starfsfólks síns en allir sem fá vinnu þar á bæ þurfa að mæta útlitsstöðlum þeirra. Svo er fólk flokkað eftir útliti, þeir sem ekki eru taldir líta nógu vel út fá ekki að vera að afgreiða heldur eru hafðir bakvið. Þetta á við í öllum verslunum Abercombie og Fitch skv. heimildum okkar, líka í Evrópu. Helgi Ómarsson skrifaði pistil um útlitsstandarda Abercombie og Fitch í Danmörku á Trendnet.is og talaði þar um hvernig verslunin velur sér starfsfólk – eftir útliti!

Í þessu máli er þó eitt að athuga. Fólk í yfirstærðum kaupir u.þ.b. 67% af öllum fatnaði sem er seldur í Bandaríkjunum og feitu fólki fjölgar alltaf. Fatahönnuðir og framleiðendur átta sig á þessu og það er því liðin tíð að feitlagið fólk fái ekkert á sig nema einhverja víða kjóla sem voru líkari tjöldum er fallegum flíkum. Það gæti orðið dýrt spaug fyrir verslanir eins og Abercombie sem vilja bara versla við granna og svala viðskiptavini.

En eigendur Abercrombie sýna engin merki um að þeir hyggist breyta um stefnu! Hefur þú áhuga á að versla við þessa búð? heldur þú að þú standist útlitsviðmið þeirra? ef barnið þitt er til að mynda “óvinsælt” í skóla vilja þeir helst ekki að það versli föt hjá sér. Nú ef barnið þitt er svali krakkinn í skólanum er því velkomið að versla. Þetta er líklega þeirra hugmynd um góða markaðssetningu, með þessu vilja þau líklega að krakkar fari í búðina, kaupi sér föt og ætli að verða “svöl” með fatalufsunum. Mitt álit á þessu er einfaldlega það að ég mun ekki versla í þessari búð, vörurnar eru bæði ekkert spes og overpriced. Ég get fundið sambærileg föt á börn, jafnvel fallegri annarsstaðar, þar sem allir eru velkomnir.

 

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here