ATH. Í Þjóðarsálinni birtist efni sem okkur er sent, efnið þarf ekki að endurspegla okkar skoðun eða viðhorf.

Hún.is

Ég er oft spurð af því hvernig er að eiga langveikt barn – að reyna útskýra það fyrir fólki sem hafa ekki upplifað það, reyna að láta þau skilja eða ímynda sér hvernig það er, það er svipað þessu …..

Þegar þú átt von á barni, er það eins og að plana frábært frí – til Ítalíu. Þú kaupir fullt af bókum um Ítalíu og skipuleggur geggjað frí. Ákveður staði til að fara á og skoða, lærir ítalska frasa. Allt mjög spennandi.

Eftir nokkra mánuðu af eftirvæntingu, rennur dagurinn loksins upp. Þú pakkar oní töskur og af stað. Nokkrum tímum síðar lendir flugvélin. Flugfreyjan segir: Velkomin til Hollands !

„Hollands ?!?“ segir þú ! „hvað meinaru með Holland?? ég pantaði flug til Ítalíu! ég ætti að vera í Ítalíu núna. Allt lífið hefur mig dreymt um Ítalíu“

En breyting hefur orðið á flugáætlun. Þeir hafa lent í Hollandi og þar verðuru að vera.

Það merkilega er að þú hefur ekki lent á neinum hræðilegum, skítugum, ógeðslegum stað. Þú lentir bara á öðrum stað.

Svo nú verðuru að fara og kaupa nýjar bækur. Þú verður að læra nýtt tungumál. Þú hittir fullt af fólki sem þú hefðir ekki hitt á Ítalíu.

Þetta er bara annar staður. Minna áberandi en Ítalía, óalgengari en Ítalía. En þegar þú ert búin að vera þar í smá tíma, náð andanum og litið í kringum þig …. þá ferðu að taka eftir því að Holland hefur sína kosti, þar eru vindmillur … í Hollandi eru meira að segja túlípanar.

En allir sem þú þekkir eru uppteknir að koma og fara frá Ítalíu… og allir að monta sig á hvað Ítlaía er frábær staður og hvað sé gaman þar. Þú hugsar „þangað átti ég að fara, ég hafði planað að fara þangað“

Sársaukinn við það að hafa ekki farið til Ítalíu mun aldrei, aldrei, aldrei hverfa … því missirinn við þann draum er þýðingarmikill missir. En… ef þú eyðir lífinu í að syrgja þá staðreynd að þú hafir aldrei farið til Ítalíu, gætir þú misst af tækifærinu að njóta sérstaka og yndislega Hollands 😀

SHARE