lækna femínistaÞað er komin lækning við femínista! Já, karlablaðið Maxim reddaði þessu fyrir okkur og fann loksins leið til að lækna okkur konurnar af þessu bulli um jafnrétti, kynjabaráttu og frelsi til að vera við sjálfar. Við vitum það auðvitað öll að við, femínistarnir erum bara sjúk og það sem hrjáir okkur er háalvarlegt. Atferli okkar jafnast á við siðblindan einstakling með mikilmennskubrjálaði og jafnréttisbaráttan löngu komin úr tísku.
Við eigum jú allar að vera þvengmjóar, með sílikon brjóst og dilla mjöðmunum ögrandi í átt að karlpeningnum. Það er jú ekki hægt að meta okkur nema út frá hárlitnum og því hvenær við fórum síðast í brasilískt vax.
En örvæntið ekki kæru vinkonur. Það tekur draumaprinsinn enga stund að breyta okkur úr nöldrandi, ólögulegum truntum í draumaprinsessuna.
Hér eru þessi skemmtilegu skref.

1. Sigraðu hana

Femínisti er eins og hver önnur kona. Hún lítur ekki við þér nema að þú kunnir að nálgast hana. Sannaðu fyrir henni að þú sért ekki enn ein karlremban og vertu sammála skoðunum hennar, jafnvel þó þær séu ekki þínar. Feldu vitneskju þína um femínistavandann og sýndu henni hversu mikils þú metur skoðanir hennar með því að spyrja hana spurninga á borð við: „Hvað þurfa konur að gera til að fá jafnhá laun og karlar?“ „Hefur hjónaband Gloriu Steinem skemmt orðspor hennar sem femínista?

2. Opnaðu augu hennar

Ekki bíða eftir að hugsunarháttur hennar breytist – gefðu henni heldur val. Bryddaðu upp á umræðum um varalita femínista sem er mun hefðbundnara en stígvélaði klæddi öfgafemínistinn. „Hún getur verið stelpustelpa og samt verið femínisti“ segirJennifer Baumgardner, höfundur Young Women, Feminism and the Future. „Það er engin þörf til að sneiða framhjá snyrtivörum, verslunarferðum og kærustum.“
Hún fer kannski ekki alveg að skoða Maxim blaðið þitt en settu hana á póstlista femínistablaðsins Bust, það segir að konur geti verið sjálfstæðar, sterkar og hárlausar.

3. Komdu rétt fram við hana

Þegar sambandi hefur verið komið á ættir þú að koma fram við femínistann eins og hverja aðra stelpu sem þú hefur orðið hrifin af. Hún mun ekki mótmæla því að þú opnir fyrir henni hurðin eða borgir reikninginn svo lengi sem þú ert ekki stjórnsamur. Næst skalt þú endurvekja drauma hennar um að verða eins og strand barbí og kaupa fyrir hana hlýrabol með orðinu „femínisti“ áprentað yfir bringuna. Segðu henni að hún lýti vel út en forðastu klassísku frasana sem konur vilja heyra.

4. Breyttu forgangsröðinni

Ekki gefa upp vonina, þú færð að smyrja brundi yfir andlit hennar. Til þess að endurforrita hana þarftu að breyta forgangsröð hennar. „Ýttu undir það sem þið eigið sameiginlegt,“ leggur Michele Weiner-Davis, höfundur bókarinnar „The Sex Starved Marrige“, til.
Hefur hún áhuga á íþróttum kvenna? Farðu með hana á leiki. Er hún umhverfisverndarsinni? Farið í útilegu. Styður hún konur í baráttu sinni gegn úreltum skoðunum feðraveldisins? Segðu henni að koma nær hljóðnemanum þínum.

Og þar höfum við það elsku kynsystur. Lækningin gegn loðnum leggjum, jafnrétti og frelsi er tott og leyfi til þess að smyrja brundklessum yfir andlit okkar.

SHARE