Æðislegt Texas chili & amerískt kornbrauð

Þessi uppskrift eru fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Tinna er sælkeri fram í fingurgóma og einn af mínum uppáhalds bloggurum. Ég legg til að þú fylgist með Tinnu á Facebook og fáir allt það girnilega sem hún galdrar fram beint í æð.

Sjá einnig: Hægeldað nautachilli

mm

Texas chili

4 msk olía

1 laukur

3 skalottlaukar

3 hvítlauksrif

500 g nautahakk eða nautagúllas

2-3 teningar nautakraftur

1 dl heitt vatn

1 græn paprika

1 rauður chilipipar

1 dós niðursoðnir tómatar

1 dós nýrnabaunir

1 dós tómatsósa

6 msk tómatpúrra

2 msk chiliduft

2 tsk paprikuduft

1 msk cumin

1/2 tsk cayennepipar

svartur pipar

sjávarsalt

4 msk fersk steinselja

Saxið lauk, skalottlauk og hvítlauk og steikið upp úr olíu í stórum potti í 5 mínútur eða þar til laukurinn verður mjúkur. Setjið nautahakk í pottinn og brúnið með lauknum. Leysið upp nautakraft í heitu vatni og hellið í pottinn. Saxið papriku, chilipipar og niðursoðna tómata og blandið saman við nautahakkið ásamt öllum þeim hráefnum sem eftir standa nema steinselju. Smakkið til með sjávarsalti, svörtum pipar og ef til vill fleiri kryddum. Látið réttinn krauma við vægan hita í að minnsta kosti eina klukkustund. Bestur er chilirétturinn þegar hann hefur fengið að malla í 4-5 klukkustundir. Saxið steinselju og bætið í pottinn á síðustu mínútunum.

Gott er að bera Texas Chili fram með rifnum cheddarosti og sýrðum rjóma. Kornbrauð þykir mér ómissandi með þessum rétti því sætt brauðið vegur svo vel upp á móti sterku bragði chilisins.

Sjá einnig: Kaldhefað hunangsbrauð í ofnskúffu

IMG_8659

Kornbrauð

2 bollar kornmjöl

1/2 bolli hveiti

2/3 bolli sykur

2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

1 tsk salt

2 bollar AB mjólk (um 650 ml)

1 bolli mjólk

1 stórt egg

4 msk brætt smjör

Blandið saman í skál kornmjöli, hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti. Hrærið saman í annarri skál AB mjólk, mjólk og eggjum og blandið síðan vel saman við þurrefnin. Bætið að lokum við bræddu smjöri.

Smyrjið ferhyrnt kökuform vel og vandlega með smjöri eða Pam-spreyi og hellið deiginu í formið. Bakið við 165° í 45-55 múnútur að þar til tannstöngull eða prjónn, sem stungið hefur verið í kornbrauðið, kemur hreinn upp. Kælið kornbrauðið í kökuforminu, skerið það í hæfilega stóra ferninga og berið fram með Texas Chili.

 

 

SHARE