Ætlar ekki að deyja úr sjúkdómi tengdum reykingum

Söngkonan Adele er að reyna að hætta að reykja en hún var vön að reykja allt að 25 sígarettur á dag. Í viðtali við The Daily Mirror talaði söngdívan um áhyggjur sínar ef hún héldi þessum slæma ávana áfram.

Sjá einnig: Pabbar út um allan heim elska Adele

Ef ég héldi áfram að reykja, myndi ég mjög líklega deyja úr sjúkdómi tengdum reykingum, og ég held að það sé mjög slæmt. Ef ég væri að deyja úr lungnakrabbameini hefði ég mögulega gert sjálfri mér það og það er eitthvað sem ég væri ekki stolt af.

Adele sagði að hún hafi verið vön að reykja allt að 25 sígarettur á dag þangað til hún áttaði sig á því hvað fjölskyldan hennar og röddin hennar skiptu miklu máli.

Sjá einnig: Nýja lagið hennar Adele – Gæsahúð!

Ég algjörlega elskaði að reykja, en það er ekki skemmtilegt þegar ég er að deyja úr einhverjum sjúkdóm tengdum reykingum og barnið mitt er miður sín.

Adele er einungis 27 ára en heildarverðmæti hennar eru metin á 9 milljarða íslenskra króna.

Adele-Simon-Konecki-Grammys

SHARE