Við fjölluðum um nýju greiðslu Beyonce hér fyrr í vikunni. Fólk virðist hafa sterkar skoðanir á nýju hárgreiðslu söngkonunnar en hún er glæsileg eins og alltaf hvort sem hún er með stutt eða sítt hár.

Samkvæmt stílista Beyonce, Kim Kimble vildi þessi hæfileikaríka kona koma með ákveðna yfirlýsingu – Hún vildi sýna að hún þarf ekkert að vera með sítt hár. Kim segir – “Hún er falleg, kynþokkafull og getur allt sem hún æltar sér. Hún er kröftug kona, móðir, súperstjarna og athafnakona.”

Kim viðurkennir að hún hafi fengið tár í augun þegar Beyonce sagði henni frá breytingunni en segist vera sátt við nýja útlitið.

Hér má sjá hvað aðrar stjörnur höfðu að segja um hárgreiðslu Beyonce. Ótrúlegt hvað það er hægt að gera mikið veður út af einni hárgreiðslu!

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”zdmHhFJipuk#at”]

 

SHARE