Afgreiðslufólk og viðskiptavinir – Þjóðarsálin

ATH. Þessi grein er aðsend.

Ég hef lesið oft um dónalegt afgreiðslufólk. Ég ætla ekki að verja þau. Ég er sammála því að afgreiðslufólk á að sinna sínu starfi og það á að sýna öllum virðingu og vera ekki með leiðindi. En hafið þið aldrei spáð í dónalegum viðskiptavinum? Ég vinn í búð og búin að gera það í nokkur ár. Ég hef lent á allskonar viðskiptavinum. En ég set bros á fésið á mér. Stundum geta viðskiptavinir verið svo dónalegir að mann langar að hlaupa á klósettið til að gráta. Ég get alveg sagt ykkur það, að vera að vinna við afgreiðslu tekur oft á andlega. Ég hef mörg dæmi en ég ætla ekki að fara skrifa ritgerð. Langar bara að segja við ykkur eitt. Berum virðingu! Afgreiðslufólk við viðskiptavini OG viðskiptavinir við afgreiðslufólk. Þegar þið viljið kvarta, skuluð þið gera það. En verið róleg að útskýra málið en ekki með dónaskap og leiðindi. Við erum ekki gerð úr stáli! Við höfum tilfinningar líka og þær særast þegar einhver er að ráðast á mann með kjaft.

Brosum og segjum góðan daginn. Ekki bara afgreiðslufólkið. Hver veit nema þetta bros gæti hjálpað eitthverjum gegnum erfiðan dag í vinnuni. Einfalt bros með smá hlýju, ég veit að ég þarf oft á brosi að halda og ég veit líka að ég hef gert daginn betri fyrir marga mína viðskiptavini. Það er ekkert annað jafngott og að sjá hlýtt bros!

Eigið yndislegan dag,
kv..

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here