Hættu að henda bananahýðinu vegna þess að það hefur að geyma marga kosti fyrir heilsu þína. Það eru flestir sammála því að það er ekki mjög girnilegt að borða bananahýði, en það er fullt af kalíum, magnesíum og trefjum.

Bananahýði inniheldur tryptófan, sem er lykilefnið sem hjálpar okkur við að framleiða serontonin, sem er einmitt efni sem kemur í veg fyrir þunglyndi og hjálpar okkur af sofa betur.

Sjá einnig: Svona áttu að bóna skóna þína

Bananhýði inniheldur trefjar sem geta hjálpað þér að koma reglu á kólestról þitt. Hýði margra ávaxta er ríkt af vítamínum og steinefnum, því þau vaxa í sólarljósi. Það er fullt af karótenóíð og andoxunarefnum sem eru góð fyrir heilsu þína almennt.

banana

Sérfræðingar eru sammála því að að bananahýði er gott fyrir heilsu þína, þrátt fyrir að vera ekki sérlega bragðgott, en ef þig langar til að smakka það, þá geturðu skorið heilan banana í bita með hýðinu og sett þá í sjóðandi vatn í 10 mínútur og síðan drukkið blönduna eins og te.

images

Sjá einnig: Bananar eru ekki bara góðir á bragðið

Bananahýði inniheldur háa prósentu af ráðlögðum skammti af ýmsum næringarefnum, svo sem:

12% af ráðlögðum dagskammti af trefjum, sem hjálpar meltingunni þinni og minnkar hættuna á sykursýki

17% af ráðlögðum dagskammti af C-vítamíni, sem er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið okkar, rétt eins og fyrir vöxt og þroska.

20% af ráðlögðum dagskammti af B-6-vítamíni, sem hjálpar líkamanum að vinna orkuna úr fæðunni.

12% ráðlögðum dagskammti af kalíum, sem hjálpar vexti vefja- og líkamsfrumna.

8% af ráðlögðum dagskammti af magnesíum, sem eykur orku líkamans og kemur reglu á glúkósa og blóðþrýsting.

Ef þú borðar bananann með hýðinu ert þú að fá bestu mögulegu næringu úr ávextinum og enn meira af ofangreindum prósentutölum.

SHARE