Allar 50 shades of grey bækurnar skulu fjarlægðar úr hillunum

Dómari í Brasilíu hefur nú fyrirskipað að allar bækur í 50 shades of grey – þrennunni skulu vera fjarlægðar úr bókahillum í bókabúðum.

Búðirnar mega eiga bækurnar á lager en þær mega ekki vera frammi í búðinni þar sem börn geta náð til og lesið ítarlegar kynlífslýsingar.

Dómarinn sagði að hann byggði þessa ákvörðun sína á lögum sem sem segja að öll blöð og rit sem innihalda svona ítarlegar lýsingar í kynlífi eigi alltaf að vera pakkað inn í plast í hillunum.

Tveimur dögum eftir dóminn voru bækurnar komnar í hillurnar aftur, en þá í plasti og ofar í hillunum en áður.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here