Amma mín er frábær, amma þín örugglega líka!

Ömmur eru æðislegar, erum við ekki öll sammála um það? Ég mun í það minnsta seint neita því að ég á líklega eina bestu ömmu í heiminum. Þetta segja líklega margir en ég er bara svo viss um að mín er svo ótrúlega góð, fólk hefur minnst á það við mig oft og mörgum sinnum hversu heppin ég er að eiga svona góða ömmu & það er svo sannarlega satt. Ég er skírð í höfuðið á föður og móðurömmum mínum. Móðuramma mín dó í Janúar 2011, hún var yndisleg kona & stolt er ég að bera nafn hennar – Gyða. Föðuramma mín, Bryndís er kjarnakona sem byrjaði að dekra við mig áður en ég fæddist!

Margar af fyrstu minningum mínum hafa ömmu í aðalhlutverki (mamma auðvitað ótrúlega stóran þátt líka). Amma hefur alltaf unnið mikið & verið mikill dugnaðarforkur. Fyrstu árin mín var amma enn skólastjóri & vann því mikið, samt sem áður gaf hún sér alltaf tíma í það að koma að sækja mig eftir vinnu & fara með mig í sund í garðabæjarlauginni. Við horfðum á stjörnurnar & ég man enn hversu kolsvartur og fallegur mér fannst himininn. Við fórum einnig í heimsókn til Langaömmu á hverju kvöldi. Þegar ég flutti út á land með foreldrum mínum 6 ára gömul var það skrítið að vera svona langt frá ömmu, við hringdumst þó á á hverju kvöldi & töluðum klukkutímunum saman. Þannig var það, amma gaf sér alltaf tíma til að tala við mig góðan part rt kvöldinu, jafnvel eini tíminn sem hún hafði til að slaka á, en samt nennti hún að tala við mig, barnið tímunum saman. Tengdamóðir mín er líka ótrúlega góð amma, stjúpsonur minn sækist mjög í að vera með henni og hún hefur sagt mér að það að verða amma sé eins og að verða ástfanginn aftur. Mér fannst það ótrúlega falleg lýsing.

Amma hringir oft í mig, ekkert endilega til að tala um eitthvað sérstakt heldur einfaldlega bara að heyra í mér hljóðið. Það hefur komið fyrir að mér finnst ég hafa verið of upptekin til að tala, en sem betur fer átta ég mig oftast og hringi til baka, við erum nefninlega ekkert of góð (barnabörnin) til að spjalla við ömmur okkar þegar þær hringja, ömmur okkar hafa líklega oft gefið sér tíma í gegnum árin til að vera með okkur & eiga það sama skilið frá okkur. Það er líka fínt að átta sig á því að njóta tímans sem við höfum með þeim núna vegna þess að við vitum aldrei hversu langur hann verður.

Amma hefur alltaf verið sú sem ég get leitað til, hvort sem það er til að fá ráðgjöf í lífinu, hjálp með lærdóm eða bara einfaldlega eyra sem hlustar. Afhverju er ekki dagur tileinkaður ömmum? mér finnst að þær ættu bæði að fá mæðradag & ömmudag!

Ömmur eru æðislegar, kunnum að meta þær! Ef þú átt frábæra ömmu endilega deildu þessari grein & segðu ömmu þinni hvað þér finnst hún frábær. Ég vona að mín amma lesi þessa grein.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here