Angelina Jolie ætlaði sér aldrei að eignast börn

Angelina Jolie (40) hefur sagt frá því að hana hafi aldrei langað í börn, hana langaði aldrei til að vera ófrísk, hún hafði aldrei passað börn og aldrei hugsað sér að verða móðir, þar til hún kom fyrst til Kambódíu.

Sjá einnig: Angelina Jolie sýnir nýju húðflúrin í Kambódíu

Hún lét þessi orð falla í fréttaviðtali í vikunni í Kambódíu, þar sem hún er stödd til að leikstýra nýjustu kvikmynd sinni First They Killed My Father.

Hún hugsaði fyrst um sjálfa sig sem móðir þegar hún var við tökur á kvikmyndinni Tomb Raider árið 2000 og var að leika við börn í kambódískum skóla, þar sem henni varð ljóst að barnið hennar væri einhvers staðar í landinu. Tveimur árum síðar hafði hún ættleitt elsta son sinn Maddox og ári eftir það hafði hún stofnað samtök sem aðstoðuðu við menntun barna og almenna velferð í Battambang fylki í Kambódíu. Dvölin þar hafði valdið því að hún fann fyrir mikilli auðmýkt og lífsfylli.

Ég fann fyrir miklum tómleika þegar ég ólst upp  í Los Angeles.

Sjá einnig: Angelina Jolie: ,,Ég er sátt við að hafa gengið í gegnum tíðarhvörf“

Maddox (14) er núna staddur með móðir sinni í Kambódíu og aðstoðar hana á bak við tjöldin.

19C47533000005DC-3451038-image-m-93_1455745102189

315400D800000578-3451038-image-a-146_1455755299696

315402AD00000578-3451038-_She_is_special_She_has_a_special_relationship_with_the_Cambodia-a-174_1455757263900

3154004500000578-3451038-Eldest_son_Angelina_adopted_Maddox_in_2002_and_a_year_later_open-m-170_1455756792487

3154065500000578-3451038-image-a-145_1455755180032

3122045500000578-3451038-image-a-95_1455745156324

SHARE