„Ansi margt sem er ómissandi í snyrtitöskunni“

Steinunn Ósk bloggar og heldur út skemmtilegu Snapchat-i þar sem hún meðal annars sýnir förðun og spjallar um snyrtivörur.

Steinunn Ósk Valsdóttir er 24 ára námsmaður, bloggari og tvíburamamma sem búsett er í Keflavík. Steinunn Ósk heldur einnig út líflegu Snapchat-i þar sem hún meðal annars sýnir förðun, spjallar um snyrtivörur ásamt því að gefa fylgjendum innsýn í sitt daglega líf en hún starfar einnig á Keflavíkurflugvelli, í verslun Deisymakeup í Borgartúni og tekur að sér förðun. Steinunn hefur alla tíð hafa mikinn áhuga á og mikla ástríðu fyrir förðun og er virkilega hæfileikarík, að mati blaðamanns.

„Ég hef ekki sótt förðunarskóla en ég hef lært alveg rosalega mikið af Ásdísi Ingu, vinkonu minni, eiganda Deisymakeup. Ég er ótrúlega heppin með hana. Svo er þetta bara æfing og meiri æfing, þannig verður þú betri og betri. Ég hef auðvitað gert fullt af mistökum og lært af þeim. Ég tók einfaldlega skrefið, henti mér í djúpu laugina og byrjaði að farða.

Við fengum að kíkja á hvað er ómissandi í snyrtitöskunni hjá þessari uppteknu konu.

„Fyrsta verð ég að nefna þráðlausu Temptu Air vélina mína, sem er ein flottasta förðunarvél í heiminum í dag. Þetta er airbrush vél sem ég nota á húðina, sama hvort ég er að setja á mig meik, kinnalit, highlighter eða skyggja andlitið. Þessi vél er algjörlega ómissandi og er endingarbesti farði sem ég hef kynnst, eins er farðinn olíulaus þannig að minni líkur eru á að húðin fari að glansa.“

27614_temptuair
Temptu Air vél

„Dip Brow frá Anastasia Beverly Hills er eitthvað sem ég nota á hverjum degi og er alveg ómissandi.“

27614_anastasiadip

„Glow Kit frá Anastasia Beverly Hills á fast pláss í snyrtitöskunni minni. Ég gríp alltaf í þetta box þegar ég vil fá ljóma í andlitið, sem er nú yfirleitt á hverjum degi.“
27614_anastasiaglow

„Hyljarahjólið frá Temptu er eitthvað sem ég nota óspart, bæði þegar ég farða sjálfa mig og aðra. Ég nota þetta til þess að hylja bletti, bólur, bauga og allt sem þarf að fela áður farði á borð við meik er settur á húðina.“

27614_temptuhyljari

„Uppáhalds maskarinn minn er án efa Telescopic frá L’Oréal. Þetta er besti maskari sem ég hef prófað, ég er með frekar lítil augnhár og mér finnst Telescopic lengja augnhárin mest og gera svo mikið fyrir þau.“

27614_telescopic

„Ég er voðalega hrifin af nude varalitum og varalitur númer 26 frá Aden er í miklu uppáhaldi hjá mér núna.“
27614_aden

Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Steinunni Ósk geta bætt henni við á Snapchat: steinunnoskblog.

SHARE