App vikunnar: Hvíti borðinn á Instagram #itsthenewblack

Þú hefur þó ekki tekið eftir “hvíta borðanum” á Instagram? Hvítur borði sem líkist meira “skorinni mynd” en ramma í raun og veru.

Tískusveiflurnar takmarkast ekki bara við raunheima, heldur einnig við Instagram og þá sérstaklega við “filters” og “borders” hvernig sem það mætti útleggjast á íslensku. Og þetta er “voðalega in” þessa dagana.

 Hér má sjá “hvíta borðann” – og hvernig hann tekur sig út á Instagram:

 

 

Það er ekkert ægilega langt síðan mér lærðist hvað hvíti borðinn merkir í raun. Ég sperrti eyrun, tók djúpa dýfu ofan í Play Store fyrir skömmu og ákvað að kanna málið. “It´s the new black” þið skiljið. Hvíti borðinn. Einhverjir segja að Kim Kardashian hafi hrint æðinu af stað. Hvíta borðanum á Instagram.

 

Hvað sem kann að vera til í þeim sögusögnum, er “hvíti borðinn” engin þjóðsaga og það sem meira er; hann verður sífellt vinsælli á Instagram. Æ fleiri notendur birta ljósmyndir með “hvíta borðanum” og enginn þykir í raun maður með mönnum nema hafa alla vega “prófað”.

Hér fara þrjár skemmtilegar viðbætur sem eru einfaldar í notkun: 

 

instafit

Instafit: Gerir þér kleift að “skera myndir til” og bæta ýmist hvítum eða svörtum borða við – sem svo aftur gefur myndinni “meiri skerpu” og “skýrleika”.

Google Play Store gefur viðbótinni fjórar af fimm stjörnum.

 

 

squaready

 

Squaready: Gerir þér kleift að birta “óskornar myndir” gegnum galleríið þitt og stilla eftir hentugleika. Þessi viðbót leyfir þér einnig að taka myndir og bæta við borða; hvítum, svörtum eða í öðrum lit, bæta við texta eða smámyndum. Þú velur. Og birtir.

Google Play Store gefur viðbótinni fjórar af fimm stjörnum.

 

 

whitagram

 

Whitagram: Sjálf hef ég reynslu af Whitagram. Einföld viðbót, þægileg í meðförum og býður upp á þá möguleika að taka myndina beint gegnum viðbótina sjálfa eða hlaða upp myndum gegnum gallerí og skera til að vild.

 

Google Play Store gefur viðbótinni fjórar af fimm stjörnum.

 

Skemmtilegar og litlar viðbætur sem geta umbylt myndum!

SHARE