Fæstir vita hvað þessi svokallaða „appelsínuhúð“ er eða af hverju hún myndast.

Flestir kannast við að snyrtistofur auglýsi krem sem eiga að losa þig við appelsínuhúð. Ég trúi því og segi af reynslu að svoleiðis krem losa engan við appelsínuhúð. Allar konur hafa eða fá einhverntímann appelsínuhúð. Hún getur aukist á meðgöngu og ef maður borðar óholla fæðu. Feitar og grannar konur hafa appelsínuhúð og þannig er það nú bara.

Hér eru nokkrar rangfærslur leiðréttar:

1: Það er ekki hægt að losna við þessar ójöfnur í yfirborði húðarinnar („appelsínuhúð“) með því að nudda kremi eða einhverjum áburði á svæðið. 

Hættu bara að nota þetta því að sumt af þessu dóti gerir bara illt verra. 

Það eru tugir af þessum kremum á markaðnum og það er lítið gagn í þeim, þau losa þig ekki við „appelsínuhúð“, hvað sem þau eru dýr. „appelsínuhúð“ er ekki húðvandamál heldur er þarna um breytingar á vef undir húðinni að ræða. Ég hef prófað þessi krem margoft og sá aldrei neinn árangur, einu skiptin sem ég hef séð árangur er með hreyfingu og með því að borða hreina fæðu, flókin kolvetni, kjúkling, sætar kartöflur, salat og ekki unna matvöru.

Úr því að þessi ójafna í yfirborði húðar á sér rót í einhverju sem er undir húðinni er augljóst að krem og áburður getur ekki haft áhrif á hana, í það minnsta ekki til lengdar.Ég hef aldrei séð marktækar rannsóknir sem sýna fram á það að þessi krem virki.

2: Ýmis meðferðarúrræði sem eru í boði til að „laga appelsínuhúð“ gera ekkert annað en létta pyngjuna þína. 

Ýmsar aðferðir eru reyndar, allt frá strokum upp í það að vefja blautum lökum um líkamann og ekkert af þessu hefur nein áhrif á „appelsínuhúðina“.  En snyrti- og líkamsræktarstofurnar komast upp með að auglýsa töfralausnir sínar og tæla til sín konur sem eru óhamingjusamar með útlitið.

3: Þesar ójöfnur í húðinni sem eru kallaðar „appelsínuhúð“ eru ekki arfgengar og maður GETUR alveg minnkað appelsínuhúð ef maður vill.

Þjóðsagan um arfgengið er á kreiki en er hún sönn?

Þó að við þekkjum mæðgur sem báðar eru með „appelsínuhúð“ er það ekki vegna erfða heldur, í fyrsta lagi kannski vegna þess að flestar konur hafa einhverja appelsínuhúð og kannski af því að þær hafa ekki enn lært réttar æfingar til að styrkja vefina undir húðinni og borða kannski svipaðan mat. Með líkamsrækt og með því að borða hreina fæðu getur þú minnkað appelsínuhúðina, ef þú vilt.

4: Þú getur minnkað appelsínuhúð með æfingum og réttu mataræði

„appelsínuhúð“ er spurning um ástand vöðva sem hægt er að laga með einföldum og viðeigandi hreyfingum.

Allar konur geta gert æfingarnar hvað sem þær eru ungar eða gamlar og hvort sem þær eru í góðri þjálfun eða ekki. Það skiptir heldur engu hvort fór að bera á  „appelsínuhúð“ þegar þær voru unglingar eða á meðgöngu eða eftir tíðahvörf. „appelsínuhúð“ er oft tilkomin vegna ástands vöðva sem liggja undir yfirborði húðar og eru ekki í þjálfun en einnig vegna mataræðis, þá safnast óhreinindi fyrir í húðinni. Unnin matvara og mikil gosdrykkja er ekki æskilegt að borða á hverjum degi ef þig langar mikið að minnka appelsínuhúð. Það er samt mikilvægt að vera meðvitaður um það að súpermódelin eru með appelsínuhúð líka. Allar konur eru með appelsínuhúð.

 

SHARE