Áramótaheit- Nei takk- lítil skref einn dag í einu

Jæja þá er komið að því að kveðja árið 2019 og þakka því fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem og erfiðu stundirnar, allan þroskan og allt sem það hefur innihaldið.

Áramót eru tímamót og einstaklega góður tími til þess að fara inn á við og taka stefnuna á það hvernig viltu sjá nýtt ár!

2020 er það ekki doldið mögnuð tala?

Hvað viltu fá út úr nýju ári, hvernig viltu sjá þig, er eitthvað sem þú vilt breyta eða bæta?

Ég er ekki að tala um áramótaheit.

Nei ég er að tala um alvöru breytingar eins og viltu vera glaðari, heilbrigðari, ferðast meira, skipta um vinnu, fara í nám og svfr.

Ef ég vill vera heilbrigðari hvaða litlu skref tek ég í átt að bættri heilsu eða hvernig get ég orðið glaðari?

Þetta er spurningin um einn dag í einu, lifa í núinu og framkvæma lítil skref alla daga, í dag ætla ég að bæta heilbrigði mitt með stuttri göngu eða betra matarræði, í dag ætla ég að brosa oftar og svo framvegis.

það er svo miklu léttara að gera lífstílsbreytingar einn dag í einu og með litlum skrefum.

Vissir þú að það er til rannsókn sem styður við þá kenningu að ef þú brosir 6 sinnum á dag þá breytir þú lífi þínu 🙂

Og fjölmargar rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess að ganga fyrir heilsuna og þá er ekki endilega verið að tala um langa leið nei 30 mínútur gera kraftaverk.

Lesandi góður þú átt bara eitt eintak af þér og þú þarft að búa með því alla ævina, er ekki góð hugmynd að dekra þetta eintak eða í það minnsta bæta lífsgæðin þín einn dag í einu í hæfilegum skrefum.

Takk fyrir lesturinn á árinu og megið þið öll upplifa stórkostlega hluti á nýju ári!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here