Are All Men Pedophiles: Allur sannleikurinn um eðli barnagirndar

Eru allir karlmenn barnaníðingar? Í þessari sláandi sterku og hárbeittu, margverðlaunuðu heimildarmynd er farið djúpt ofan í saumana á eðli barnagirndar og ólíkum birtingarmyndum hennar.

Myndin, sem kom út árið 2012, hefur jafnt vakið athygli, lof og mikla athygli fyrir beinskeytta og vægðarlausa nálgun á viðfangsefninu og var meðal annars valin “Besta Heimildarmynd Ársins” af gagnrýnendum, en gerð myndarinnar var í höndum hins þá 24 ára gamla Jan Willem Breure og færði honum ómælda viðurkenningu sem eins skarpasta og umdeildasta kvikmyndargerðamanns samtímans.

Þá er einnig tekið á þeim tvískinnungi sem ríkir víða í dag og nútíma nornaveiðum á hendur karlmönnum, en víða er svo komið að karlmenn veigra sér ýmist við að snerta börn af ótta við að vera álitnir barnaníðingar eða eru hreint út sagt útilokaðir frá samskiptum við börn af ótta umhverfisins við að börn verði fyrir ofbeldi af þeirra hálfu. 

Heimildarmyndina ARE ALL MEN PEDOPHILES?  má horfa á í fullri lengd hér að neðan, en viðkvæmir eru varaðir við áhorfinu. Rétt er að taka fram að engin atriði innihalda ofbeldi, en farið er grannt ofan í eðli, orsakir og ólíkar birtingarmyndir barnagirndar.

Sláandi áhorf sem lætur engan ósnortinn. 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”mRGoKgftgNY”]

SHARE