Arna Bára Karlsdóttir er dama sem hefur lengi átt sér þann draum að verða heimsfrægt módel að koma fram í ameríska Playboy. Sá draumur gæti orðið að veruleika hjá Örnu en hún vann keppnina “Playboy´s miss social.” sem er keppni á netinu þar sem fólk gat kosið þá stelpu sem það vildi fá áfram.  Arna Bára vann myndatöku í Los Angeles í Playboy studios. Ferðina út þarf Arna að borga sjálf en gistinguna fær hún fría ásamt túr um Playboy setrið. Arna á 8 mánaða gamlan dreng og hann fer með henni út “Sonur minn hefur óþol fyrir annari mjólk en brjósamjólk svo hann er enn á brjósti, þar af leiðandi þarf ég líka að redda flugi fyrir mömmu svo að hún geti litið á eftir honum á meðan ég er að vinna”

Flug til Los Angeles eru dýr og aðspurð hvort að Playboy muni borga flug fyrir mömmu Örnu segir hún “Nei ég þarf að redda því sjálf, ég er með Paypal reikning þar sem fólk getur lagt inn upphæð að vild ef það vill styrkja mig, ég er strax komin með 790 dollara, þið getið fundið mig þar inná undir arnamodel@gmail.com en ég er með reikning þar” Arna segir að hótel og flug fyrir móður hennar kosti um 250 þúsund.

Ekki er víst enn hvenær Arna fer út en hún býst jafnvel við því að fara á sama tíma og stelpurnar sem unnu október, nóvember og desember fari saman eftir áramót, það kemur í ljós fljótlega. Arna er með aðdáendasíðu á Facebook sem þið getið séð hér

Hér er Arna Bára í myndbandi þar sem hún þakkar fólki stuðninginn.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”J2BfkLmxOoY”]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here