Ást Lindu & Jóns – Falleg saga

Ég ætla að segja ykkur frá Lindu og Jóni.

3 vinkonur sátu inni á kaffihúsi og tóku þá eftir eldri hjónum sem þar sátu.  Jón var að sýna Lindu minniskort sem hann hélt uppi fyrir framan hana. Hann var að reyna að hjálpa henni til að muna eitthvað sem hún var búin að gleyma.

Það hafði mikil áhrif á þær að sjá hvað þeim þótti augljóslega vænt hvoru um annað og þær langaði til að láta þau vita hvað þeim fannst mikið til um kærleika þeirra.

Jón fór fram á snyrtingu og Linda hélt áfram að skoða minniskortin.   “A.. B… C… D… E… F… G…” Hún mundi fyrstu stafina alla rétta… “Q… R… S… ” og þegar hún hikaði kallaði ein af vinkonunum fram í- áður en hún vissi “T!”  Hún leit til hennar skælbrosandi og sagði- … “T!  Þakka þér fyrir , vinan! Ég er búin að missa minnið og er að vinna í því  að ná því aftur!”

þær sögðum henni hvað þeim þætti hún dugleg og þegar Jón kom til baka héldu þær áfram spjalli okkar.

Þegar þau voru að fara kallaði Linda til okkar, “Mér þykir svo vænt um ykkur, mér þykir vænt um ykkur öll! Guð blessi ykkur öll!”

Þessari stund í kaffihúsinu gleymi þær ekki. Þarna urðu þær vitni að staðfastri ást Jóns til konunnar sem hann hafði ákveðið að helga líf sitt,  þolinmæði hans og skilningi.  Og þær urðu vitni að ótrúlega jákvæðu viðhorfi Lindu og sá hvað hún var fús og áköf að læra upp á nýtt það sem hún hafði gleymt. Fyrst og fremst sáum við þó hvað hún var fús að deila kærleika sínum með öðrum.

Það getur vel verið, Linda að þú hafið misst minnið en þið Jón hafið varðveitt ástina til hvors annars.

Þakka ykkur, Jón og Linda fyrir dásamlegt fordæmi ykkar!    

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here