Áttu erfitt eftir hlutverk sem þeir tóku að sér

Það er örugglega meira en að segja það að leika sum hlutverk sem leikari. Stundum þarf maður að taka að sér hlutverk „vonda kallsins“ og þá þarf viðkomandi að setja sig í karakter og reyna að skila hlutverkinu frá sér á trúverðulegan hátt.


Hér eru nokkrir leikarar sem áttu svolítið erfitt eftir ákveðin hlutverk sín:

Evan Peters í hlutverki Jeffrey Dahmer

Evan Peters hefur fengið mikið hrós fyrir túlkun sína á fjöldamorðingjanum Jeffrey Dahmee í þáttaseríunni Dahmer — Monster: The Jeffrey Dahmer Story. Fólk hefur hrósað Evan fyrir hversu vel hann leikur svona andlega veikan mann. Þó það hafi auðvitað verið markmið Evan, að gera leik sinn sannfærandi, þá tók þetta hlutverk mjög mikinn toll af leikaranum. Evan sagði að þetta hlutverk hafi verið það erfiðasta sem hann hefur mátt þola á ferlinum. Hann segir að hlutverkið hafi ruglað rosalega mikið í honum því hann hafi þurft að fara á mjög drungalegan stað og vera þar í ákveðinn tíma.

Hér er áhugavert viðtal við Evan:

Joaquin Phoenix fékk átröskun eftir The Joker

Árið 2019 lék Joaquin Phoenix í myndinni The Joker. Sagan snýst í stuttu máli um mann sem hefur verið mjög félagslega einangraður, lagður í einelti og almennt virtur að vettugi af samfélagi sínu, sem leiðir til þess að hann fer að lifa lífi illmennis. Joaquin þurfti að missa 22 kg fyrir hlutverkið og léttist mjög hratt og hélt þyngdinni í burtu allan tökutímann. Þegar tökum var lokið átti Joaquin erfitt með að leyfa sér að þyngjast aftur og varð heltekinn af líkama sínum og þyngd. Hann átti mjög erfitt með að komast í eðlilegt samband við mat og líkamsrækt aftur en tókst það á endanum.

Vissi ekki hver hann var eftir að leika Elvis Presley

Austin Butler gaf allt sem hann átti í að leika Elvis Presley í myndinni um ævi Elvis sem kom út árið 2022. Það var mikil pressa á honum að leika þennan heimsfræga mann og hann varð bara að ná þessu rétt. Þegar tökum lauk svo kom það heldur betur í bakið á Austin.

Daginn eftir að tökum lauk vaknaði hann við gríðarlegan sársauka og var fluttur á spítala. „Líkami minn var bara að gefast upp,“ sagði Austin. Þetta var samt ekki bara líkamlegt því Austin fór í einhverskonar sjálfsmyndarkreppu líka en hann þurfti að finna sína eigin rödd aftur því hann hafði talað með rödd Elvis svo lengi. Hann mundi varla hvernig hann var fyrir hlutverkið.

Heath Ledger varð aldrei samur eftir The Dark Knight

Myndin The Dark Knight kom út árið 2008 þar sem Christian Bale lék Batman og Heath Ledger lék Joker. Það hefur oft verið sagt að Heath hafi komið Joker-num á kortið, en það krafðist mikillar vinnu fyrir hann að koma sér í þennan karakter. Bæði líkamlega og andlega. Hann lagði meira á sig en nokkru sinni áður og það átti eftir að hafa varanleg áhrif á hann. Hann svaf illa og brann eiginlega út. Það varð til þess að hann þurfti að fara á svefnlyf sem hann varð háður og á endanum dró hann til dauða.

Jamie Campbell Bower varð hræddur við Vecna

Fyrr á þessu ári var kom Stranger Things Vol. 4 á Netflix. Serían varð fljótt í 1. sæti á öllum vinsældalistum og við fengum að kynnast illmenninu Vecna sem Jamie Campbell Bower lék. Hann sagðist eftir á hafa næstum týnt sjálfum sér í ferlinu og segist hafa orðið ástóttur af „Vecna hugsunum“ og hafi á tímabili verið hræddur við Vecna sjálfur.

SHARE