Augað á Katy Perry límdist fast saman á miðjum tónleikum

Hún er venjulega með allt sitt á hreinu, heillar aðdáendur með glæsilegum hreyfingum sínum og töfrandi söng. En aðdáendur Katy Perry voru fljótir að taka eftir því að hún væri í vandræðum með annað augað á sér á mánudagskvöldið eftir að augnlok hennar virtist festast saman á tónleikum í Las Vegas.

Í myndbandi á TikTok, mátti sjá hina 38 ára gömlu söngkonu berjast við að opna annað augað á miðjum tónleikum. Klædd í kjól sem virtist að mestu vera gerður úr áldósum, var Katy í miðri Vegas-sýningu sinni þegar annað augnlokið hennar virtist vera fast og átti stjarnan erfitt með að opna hægra augað. Söngkona tók sér stutt hlé til að geta loksins opnað hægra augað aftur og hún hélt síðan áfram með tónleikana eins og ekkert hafi í skorið, eins sannur fagmaður. Augnablikið sem var fangað af áhorfenda sem síðan hlóð því upp á samfélagsmiðla, hefur vakið mikla athygli hjá aðdáendum Katy Perry og mikið búið að gantast með vandræði söngkonunar.

Margir hafa bent á að líklega hafi augnháralímið hennar valdið því að auga hennar festist saman. Katy byrjaði með sýningarnar sínar í Las Vegas í desember 2021 og fékk fljótt frábæra dóma fyrir „highly camp“ sýninguna.

SHARE