Bandaríska leikkonan Kirstie Alley er látin

Bandaríska leikkonan Kirstie Alley er látin 71 árs að aldri eftir stutta baráttu við krabbamein. Leikkonan lést í faðmi nánustu fjölskyldu sinnar að því er fram kemur í tilkynningu sem börn hennar birtu á Twitter í nótt. „Lífs­gleði og ást móður okk­ar fyr­ir börn­um sín­um, barna­börn­um og mörg­um dýr­um, svo ekki sé minnst á sköp­un­ar­gleði henn­ar, voru óviðjafn­an­leg,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Kirstie Alley fæddist 12. janúar 1951 í Kansas og sló rækilega í gegn í hlutverki Rebeccu Howe í gamanþáttaröðinni Staupasteini eða Cheers á árunum 1987 til 1993.

Þá er hún einnig þekkt fyr­ir að hafa leikið í kvik­mynd­inni Dav­id’s Mot­her og róm­an­tísku gam­an­mynd­inni Look Who’s Talk­ing.

SHARE