Barbeque rjómakjúlli

Haldið ykkur fast því þessi kjúlli slær allt út, ég meina það!

Uppskrift:

4-6 kjúklingabringur

1 peli rjómi

1 flaska Hunts barbequesósa

1 dós sveppir eða ferskir og léttsteiktir.

Aðferð:

Bringur settar í eldfast mót og öllu hinu blandað saman og hellt yfir.

Eldað í ofni við 180 gráður í ca 30 til 40 mín.

 

Þessi uppskrift kemur úr bókinni Rögguréttir 2 sem er góðgerðaverkefni.

SHARE