Leikaraparið Ashton Kutcher og Mila Kunis eiga von á sínu fyrsta barni í lok þessa árs. Náinn vinur parsins sagði í viðtali við slúðurtímaritið People að Mila sé einungis gengin mjög stutt en að þau væru bæði mjög ánægð. Mila og Ashton kynntust fyrst við tökur á þættinum That 70´s Show árið 1998 en rómantík kviknaði ekki fyrr en árið 2012  en þá byrjaði parið að hittast.

Söngkonan Ciara sem á von í sínu fyrsta barni hélt svokallaða „baby shower“ á laugardaginn og gestirnir voru ekki af verri endanum. Þeir sem hafa fylgst með raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashians í gegnum tíðina vita að Ciara og Kim Kardashian eru góðar vinkonur og að sjálfsögðu mætti Kim í veisluna. Kim mætti ásamt móður sinni Kris Jenner.

Mikið barnafár er í Hollywood um þessar mundir en leikkonan Alyssa Milano á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum David Bugliari. Ofurmódelið Doutzen Kroes tilkynnti aðdáendum sínum að hún ætti von á stelpu á Instagram í síðustu viku. Þetta er líkt og hjá Alyssu annað barnið hennar en fyrir á hún 3 ára son.

SHARE