Barnið sem var bundið í brúðarkjólinn er heilt á húfi!

Barnið er fundið, gott fólk. Og brúðurin hefur stigið fram. Þeir sem ekki vita hvað um er rætt núna, mega vita að fyrir nokkrum dögum deildum við skelfilegri ljósmynd af brúðhjónum sem gengu hnarreist að altarinu ….. með ungabarn í eftirdragi. 

Í bókstaflegri merkingu. Barnið var lagt í slör brúðarinnar, sem hún dró eftir gólfinu og kúldraðist þar meðan hún gekk upp að altarinu. Margir héldu að myndin væri fótósjoppuð – sjálfar vonuðum við á ritstjórn innilega að svo væri, en nú er komið í ljós að um raunverulegan gjörning var að ræða – en barnið var í bókstaflegri merkingu dregið eftir gólfinu meðan móðir þess gekk með tilvonandi eiginmanni sínum upp að kirkjugólfinu.

 

Þessari mynd deildum við hér á HÚN og vonuðum að um væri að ræða hrekk:

 

upprunaleg snagit

Nú er komið í ljós að litla stúlkan, sem er dregin eftir slörinu heitir Aubrey, var fjögurra vikna gömul þegar móðir hennar dró hana í bókstaflegri merkingu upp að altarinu – en sjálf heita brúðjónin og foreldrar litlu stúlkunnar Shauna Carter-Brooks og Jonathan Brooks.

Ljósmyndin hefur gengið ljósum logum á netinu undanfarna daga og ekkert lát er á deilingum, en sjálf segir Shauna að barnið hafi verið “vel tryggt í slörið, að hún hafi verið glaðvakandi meðan á athöfninni stóð og þess utan varin af dýrðarljóma Jésú Krists, sem hafi haldið verndarhendi sinni yfir nýfæddu barninu” meðan móðir þess dró slörið eftir gólfinu með barnið bundið inn í efnið.

Þetta er Aubrey litla, sem 12 maí sl. var dregin eftir kirkjugólfinu – vafin í brúðarslör móður sinnar:

þetta er Aubrey snagit

Sjálf hefur Shauna verið harðorð í garð þeirra sem hafa látið í ljós einlægar áhyggjur fyrir velferð barnsins, þeirri staðreynd að barnið hefði hæglega getað orðið fyrir stórfelldum skaða meðan á göngunni (drættinum) stóð og að jafnvel ættu barnaverndaryfirvöld að skerast í málið, en Shauna sagði meðal annars á Facebook síðu sinni að …

Svo dæmir fólk okkur, lætur neikvæð orð falla og gerir bara mál úr þessu. Við erum gott fólk þó við séum þakin Blóðinu sem aldrei tapar mætti sínum. Svo við höfum þetta að segja við fjölmiðla, útvarp og hverja þá sem tala um það sem VIÐ gerum; svar okkar er að við gerum það sem okkur langar, þegar okkur langar og svo framarlega sem Jésú er okkur hliðhollur þá fer allt vel og heldur áfram að fara vel.

Vinkona brúðarinnar, sem einnig var viðstödd brúðkaupið skrifaði sjálf á Facebook brúðurinnar að reynslan hefði verið stórkostleg og að dásamlegt hefði verið að sjá barnið í brúðarslörinu á gólfinu:

Shauna og Jonathan Brooks, brúðkaupið ykkar var meira en fullkomið – allt frá brúðgumanum og hans mönnum og til þín í kjólnum og til litlu stúlkunnar þinnar, þú slóst í gegn í kjólnum og prinsessan sem var í eftirdragi framkallaði tár í augum mínum. Óháð því hvað öðrum finnst, þá varð þinn draumur að veruleika. Mér fannst þetta yndislegt og þakka þér fyrir að hafa boðið mér.

– Pamela Stone

Ekki fylgir sögunni hvort barnaverndaryfirvöld hafi gripið í taumana en eitt er víst, barnið er heilt á húfi og það sem meira er; móðir þess er öskureið, sannfærð um að Kristur hafi komið þeim til bjargar á brúðkaupsdaginn og segir það einkamál fjöskyldunnar hvaða ákvarðanir þau taki fyrir eigin börn.

Spurningin sem situr þá eftir er þessi: Hefur Shauna hrundið af stað nýju trendi?

Við hér á ritstjórn vonum svo sannarlega ekki.

SHARE