Ber Kóraninn í fanginu um alla borg: Lindsay að snúast til múslimatrúar?

Lindsay Lohan á sér nýtt áhugamál; sjálfan Kóraninn. Leikkonan var mynduð utan við barnaheimili í Brooklyn þar sem hún afplánar nú samfélagþjónstu að réttartilskipan en að sögn heimildarmanna skilur hún vart trúarritið við sig.

Talskona Lindsay sagðist í samtali við The Independent ekki telja að Lindsay hygðist gerast múslimi en að leikkonan hefði þó sýnt mikinn áhuga á Islam og spádómum Múhameðs að undanförnu.

Sjá einnig: Lindsay Lohan til starfa á leikskóla

EXCLUSIVE: Lindsay Lohan steps out in Brooklyn to do community service

Þá segir einnig að Lindsay sé að undirbúa hlutverk í mið-Austurlöndum og að hún hafi lagt stund á arabísku undanfarna mánuði.

Já, hún var líka um tíma í Dubai fyrr á þessu ári og þá kviknaði áhuginn hjá henni.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lindsay, sem er orðin 28 ára gömul, hefur sýnt áhuga á ýmsum trúarbrögðum og sagðist þannig í viðtali við Oprah árið 2013 vera mjög andlega leitandi:

Ég er mjög andlega þenkjandi manneskja og ég verð stöðugt andlegri með hverju árinu. Ég er alltaf tengd, hvort sem er í gegnum bæn eða hugleiðslu … það eru svo mögnuð öfl þarna úti sem eru miklu öflugri en ég verð nokkru sinni. Ég hef hlotið blessun góðra afla og er það lánsöm að búa yfir hæfileika sem ég get deilt með öðru fólki.

Lindsay á eflaust við leiklistarhæfileikana í síðustu setningu sinni, en Haroon Moghul, nafntogaður talsmaður múslima í Bandaríkjunum sagðist í samtali við Huffington Post leggja til við leikkonuna að væri hún í alvöru talað í andlegri leit að æðri mætti þá ætti hún fyrir alla muni að leita uppi hentuga mosku til að biðja.

Andlegt ferðalag leikkonunnar væri hennar einkamál en kenningar Islam gætu eflaust höfðað til hennar ef hún væri í leit að Guði.

Trúin styrkir hjartað og við þurftum öll á slíkum styrk að halda.

Meðan á öllu stendur heldur Lindsay hins vegar áfram að afplána samfélagsþjónustu sína á barnaheimilinu í Brooklyn en takist henni ekki að uppfylla skilyrðin, fer hún rakleiðis í fangelsi eins og HÛN greindi frá fyrr í þessari viku.

SHARE