Beyoncé og Jay Z, sem eitt sinn tróndu á toppi Forbes listans, eru ekki lengur ríkasta parið í skemmtanabransanum.

 

Það munu vera þau Taylor Swift og Calvin Harris sem hirða toppsætið að þessu sinni, en parið er eitt best launaðasta parið í bransanum í dag og státa þau af samanlagðri innkomu sem nam litlum 156 milljónum Bandaríkjadala á síðasta ári, en það munu vera yfir 20 milljarðar íslenskra króna …

Taylor-Swift-and-Calvin-Harris-at-Gjelina-Restaurant--03-662x993Ríkasta parið í Hollywood eru þau Taylor og Calvin, sem velta milljörðum

… þó er langt frá því að Bey og Jay hafi hrapað af listanum, en þau tróna í öðru sæti þetta árið með einungis 110 milljónir Bandaríkjadala, eða um það bil 14 milljarða íslenskra króna í árstekjur árið 2014, sem sennilega ætti að tryggja stjörnuparinu sæmilega afkomu.

1358784269_jay-z-beyonce-knowles-zoomBeyoncé og Jay Z þénuðu einungis 14 milljarða íslenskra króna á síðasta ári 

Auðvitað tekur listinn svo breytingum á hverju einasta ári, svo forvitnilegt verður að vita hver vermir toppsætið næsta sumar. En ekki væsir um poppstjörnur vestanhafs, svo mikið er víst.

 

SHARE