Beyoncé rekur upp herör gegn útlitsdýrkun: #WHATISPRETTY

“Hvað er fallegt?”eða “What is Pretty?” er yfirskrift nýrrar vefsíðu sem Beyoncé hefur sett í loftið. Ögrandi spurning, áleitin og erfið, en í laginu Pretty Hurts sem er að finna á nýútkomnu albúmi dívunnar sem ber einfaldlega heitið Beyoncé, gagnrýnir dívan harðlega þá ómannúðlegu meðferð sem ungar stúlkur sæta í fyrirsætu- og fegurðarbransanum.

Vefsíðan, sem inniheldur hundruði ljósmynda af aðdáendum Beyoncé, sem allir hafa valið að merkja myndir sínar með #whatispretty á Instagram, á það eitt sameiginlegt að sýna hvað er í raun fallegt og er beinskeytt gagnrýni á þær fáránlegu kröfur sem tískuheimurinn gerir til fyrirsætna og keppenda í fegurðarsamkeppnum.

what-is-pretty snagit

#WHATISPRETTY

Og þú getur tekið þátt í herferðinni! Engu skiptir hvar þú ert á jarðarkringlunni. Ef þú átt smartsíma og notar Instagram, þá birtir þú einfaldlega mynd af því sem ÞÉR finnst fallegt og merkir með #whatispretty. Valdar myndir birtast á vefsíðunni whatispretty.com sem rekin er af Beyoncé sjálfri og er ætlað að varpa ljósi á það hvað í lífinu er raunverulega fallegt og gefur því einu gildi að lifa.

Í myndbandinu sem sjá má hér að neðan, innbyrðir Beyoncé megrunartöflur, nuddar vaselíni á tennurnar, stendur frammi fyrir niðurlægjandi líkamsmati og virðist gegnum myndbandið vera að segja eigin sögu af grimmum viðhorfum fegurðarheimsins og hennar eigin óöryggi gagnvart eigin ófullkomleika.

Beyoncé kann að vera ein fegursta kona heims og er óumdeilanlega á toppi eigin ferils – var kosin áhrifamesti einstaklingur heims af lesendum TIMES fyrir skömmu og hefur áorkað því sem fáar konur hafa áður; hún hélt út í magnað tónleikaferðalag á síðasta ári sem bar heitið The Mrs. Carter Tour og var uppselt á eina 132 tónleika dívunnar.

En sjálf Beyoncé glímir við óöryggi, veit af eigin annmörkum og virðist hér að neðan, segja vægðarlausa söguna af því hvernig hún komst á toppinn og hvaða viðbjóð ófáar ungar stúlkur þurfa að leggja á sig fyrirframgerðum hugmyndum umheimsins um hvað er talið fallegt að hverju sinni. Sjálf gagnrýnir söngdívan meðferð ungra stúlkna harðlega og segir m.a. í kynningarstiklu: “… að henni þyki skelfilegt að sjá og verða vitni að því hvaða meðferð ungar stúlkur verði að sæta til þess eins að vera álitnar fallegar.”  

Beyoncé; Pretty Hurts

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”LXXQLa-5n5w”]

SHARE