Beyonce sendi Channing Tatum skilaboð

Leikarinn Channing Tatum stoppaði við í þættinum hennar Ellen Degeneres í vikunni og tjáði sig um það þegar hann dansaði með söngkonunni Beyonce.

Channing tók þátt í mæmkeppni við konuna sína og náði að fá Beyonce til að dansa með sér en hann sagði við Ellen að hann myndi aldrei segja hvað hann gerði til þess að fá hana til að koma.

Það má segja að Channing hafi lagt sig allan við að mæma lagið Run The World (Girls) en hann var klæddur eins og Beyonce frá toppi til táar.

Þetta var í fyrsta skipti sem Channing hitti Beyonce þegar hún kom inn á sviðið en hún sendi honum síðan skilaboð eftir á þar sem hún sagðist endilega vilja hitta hann og konuna hans.

 

SHARE