Birti myndband af sér í miðjum hríðum með Chewbacca grímu

Flestar mæður eru sammála um að fæðing geti verið ansi erfið reynsla. Hún getur verið sársaukafull og streituvaldandi. Katie Stricker Curtis gat séð smá húmor við fæðingu barnsins síns og sett á sig Chewbacca grímu á meðan hún emjaði úr sársauka. Gríman er með innbyggðum raddskipti til að láta hana hljóma eins og hinn goðsagnakennda Star Wars karakter Chewbacca.

Hin ofurhugaða Katie hlóð svo myndbandinu á Facebook sem hefur skemmt milljónum manna og skrifaði “Bara af því að ég er að fara að verða mamma þýðir það ekki að ég þurfi að verða fullorðin!“ „Bwahahahah aldrei að taka lífinu of alvarlega! Besta jólagjöf ever!”

SHARE