Poppgyðjan Madonna hefur sett allt á annan endann með útgáfu nýjasta myndbandsins sins við lagið Bitch I’m Madonna en myndbandið, sem var frumsýnt á TIDAL fyrr í þessari viku – ófáum aðdáendum til sárra vonbrigða – var loks frumsýnt fyrir allra augum á VEVO rás Madonnu gegnum YouTube í gærmorgunn.

Sjá einnig: Dóttir Madonnu harðneitar að vingast við Kylie Jenner

Ekki minni stjörnur en sjálf Beyoncé, Nicki Minaj, Kanye West, Miley Cyrus, Katy Perry og hátískuhönnuðurinn Alexander Wang koma fyrir í myndbandinu – sem hefur bókstaflega gert allt vitlaust undanfarna sólarhringa.

Sjón er sögu ríkari – Bitch I’m Madonna!

SHARE