Blóðbankinn kallar eftir hjálp.

Það vantar meira blóð svo blóðbirgðir bankans séu í ásættanlegu magni yfir verslunarmannahelgina.

á facebooksíðu Blóðbankans er eftirfarandi ákall:

Vikan hefst með minni blóðbirgðum en æskilegt er og framundan er löng ferðahelgi. Við biðlum því til blóðgjafa að koma til okkar í þessari viku. Við þurfum blóð í öllum blóðflokkum sérstaklega viljum við biðla til O mínus gjafa að koma inn í blóðgjöf. Ver hefur gengið en vanalega að ná í blóðgjafa undanfarið þar sem margir eru á faraldsfæti.

Erum búin að opna á Snorrabraut og verður opið til kl. 19:00 í dag. Opið á Glerártorgi til kl. 15:00.
Vinsamlega deilið fyrir okkur.

SHARE