Blóðbankinn vill bara blóð frá gagnkynhneigðum

Blóðbankinn hefur nú hafið átakið „Brettum upp ermar – gefum blóð”. Þar eru landsmenn hvattir til þess að gefa blóð enda þarf Blóðbankinn á um 2000 nýjum blóðgjöfum að halda á ári til að viðhalda blóðgjafahópnum.

Um 9000 þúsund manns eru í blóðgjafahópnum í dag en þeir koma um 14 þúsund sinnum á ári í Blóðbankana. Nú veit ég um fjöldann allan af íslenskum samkynhneigðum karlmönnum sem vilja ólmir gefa blóð, enda hraustir og því væri það tilvalið fyrir þá að fá að leggja sitt af mörkum. Það er hins vegar ekki í boði fyrir þá að gefa blóð.

Á meðan blóðbankinn tilkynnir reglulega að þá sárlega vanti blóð, fylgja þeir ennþá þessari fáránlegu reglu sem er að mínu mati til skammar. Því er þá haldið fram að samkynhneigðir karlmenn eigi á meiri hættu að vera smitaðir af HIV sem er mikil tímaskekkja vegna þess að rannsóknir hafa sýnt að það er einfaldlega ekki rétt, fleiri gagnkynhneigðir greinast með HIV smit hérlendis. Samkynhneigðir eru í minnihluta þeirra sem smitaðir eru af HIV í dag.

Er ekki kominn tími til að breyta þessu og hætta þessu rugli? það er árið 2013!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here