Um það bil 20 stk. litlar bollakökur
Innihald
330 g hveiti
1 tsk lyftiduft
¼ tsk maldon salt
115 g smjör við stofuhita
390 g sykur
2 egg
3 tsk. vanilludropar
3 dl mjólk
1 dl síróp
100 til 150 g súkkulaði (fer eftir því hversu mikið þú vilt) brytjað niður.
Krem:
75 g smjör við stofuhita
125 g Nutella
smá salt
1 tsk vanilludropar
225 g flórsykur
3 msk rjómi
Hitaðu ofninn í 180 gráður og raðaðu upp bollakökuformum.
Blandaðu saman hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og settu til hliðar.
Hrærðu smjörið og sykurinn vel saman.
Bættu eggjum saman við, einu í einu og hrærðu vel á milli.
Blandaðu vanilludropunum saman við mjólkina.
Bættu saman við hveitiblöndunni og mjólkurblöndunni, smá og smá í einu og hrærðu vel á milli.
Bættu saman við sírópinu og hrærðu á lágum hraða þangað til það er rétt svo blandað saman við deigið.
Bættu saman við súkkulaðibitunum og hrærðu með sleif.
Settu deigið í formin og reyndu að fylla þau ekki meira en 2/3, bakið í u.þ.b. 20 mín. Gott er að fylgjast vel með þeim eftir rúmar 15 mín. þar sem þú vilt alls ekki baka þær of lengi. Láttu kökurnar kólna alveg áður en þú setur kremið á.
Krem
Hrærðu smjörið og Nutella vel saman, eða í u.þ.b. 3-4 mín.
Bættu flórsykrinum saman við smá og smá í einu.
Blandaðu saman við salti, vanilludropum og rjóma, bættu meiri rjóma við kremið ef þér finnst það of þykkt. Hrærðu kremið vel í rúmar 3 mín. eða þangað til það er orðið fallegt og mjúkt.
Sprautið kreminu á kökurnar og borðið! forðist að borða meira en 3 í einu!
Uppskrift fengin hjá Thelmu á Freistingar Themu sem má finna hér.
Mælum með frábæru vefsíðunni hennar.