Börn í flóttamannabúðum á Íslandi! – Myndir

UNICEF á Íslandi frumsýnir í kvöld auglýsingu sem Íslenska auglýsingastofan og True North gáfu samtökunum og sýnir börn hér á landi halda til í flóttamannabúðum. Auglýsingin markar upphaf að átaki UNICEF sem miðar að því að vekja athygli á ömurlegum aðstæðum flóttabarna víða um heim. Til að skapa réttar aðstæður voru flóttamannabúðir settar upp við Sólbrekku við Grindavík.

Á tökudegi voru meira en 80 manns á vettvangi. Umstangið var mikið og kvikmyndatökufólk, leikmyndahönnuðir, búningahönnuðir og tæknimenn gáfu vinnu sína, auk þess að lána kvikmyndatökubúnað. Á staðnum voru jafnframt fleiri en 30 börn sem léku flóttabörn. Fjöldi fyrirtækja gaf einnig veitingar, afnot af bílum, bensín og annað sem til þurfti.

born í bolta

Án allra sjálfboðaliðanna og allrar þeirrar góðvildar sem UNICEF nýtur hefði verkefnið aldrei orðið að veruleika.

flotta kona

Með framtaki sínu vill UNICEF benda á að börn á flótta erlendis og börn í nánasta umhverfi okkar eru eins. Flóttabörn takast hins vegar á við aðstæður sem ekkert barn ætti að þurfa að ganga í gegnum. Markmið UNICEF er að varpa ljósi á að börn á flótta þurfa öryggi og skjól – rétt eins og öll önnur börn. Þau eiga að fá að vera börn. Einnig er tilgangurinn að gefa fólki tækifæri til að rétta þeim hjálparhönd.

Allir leggjast á eitt

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Samtökin berjast fyrir réttindum barna á heimsvísu og sinna bæði langtímauppbyggingu og neyðaraðstoð. Áhersla er lögð á að ná til allra barna – hvar sem þau eru.

UNICEF veitir börnum á flótta lífsnauðsynlega hjálp, svo sem heilsugæslu, hreint vatn, næringu og sálrænan stuðning.

„Þetta eru börn sem eru á flótta vegna stríðsátaka, náttúruhamfara eða annarra hörmunga. Börn sem til dæmis eru frá Sýrlandi, Suður-Súdan, Mið-Afríkulýðveldinu, Filippseyjum, Afganistan og Malí – svo fáeinir staðir séu nefndir. Málefnið er því ákaflega þarft,“ segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

„Við erum öllum þeim fjölmörgu sem komu að auglýsingunni hjartanlega þakklát fyrir framlag sitt. Það er einstakt að verða vitni að slíkum samhug og ómetanlegt að fá jafnumfangsmikið og metnaðarfullt verkefni gefins. Allir voru boðnir og búnir að leggja okkur lið. Til dæmis talar leikarinn Ólafur Darri Ólafsson inn á auglýsinguna og Emilíana Torrini útsetur og syngur lagið sem hljómar undir. Það er von okkar að framtakið hvetji almenning hér á landi til að leggja sitt af mörkum við að gera líf barna á flótta bærilegra.“

budir

hopur

isarr

einar

Hér getur þú fylgst með UNICEF Á ÍSLANDI  á facebook.

SHARE