Bresk ofurfyrirsæta fagnaði nýju ári á Íslandi

Breska ofurfyrirsætan Lara Stone fagnaði áramótunum sínum á Íslandi og svo virðist sem hún dvelji hér ennþá.

Sjá einnig: Kendall Jenner fyrir Calvin Klein

Lara Stone hóf fyrirsætuferilinn sinn einungis 12 ára en það má segja að hún hafi skotist upp á stjörnuhimininn árið 2007, en þá prýddi hún forsíðu franska Vogue. Síðan þá hefur Lara meðal annars verið í auglýsingaherferðum fyrir Calvin Klein, tekið þátt í tískusýningu undirfatarisans Victoria´s Secret og prýtt þó nokkrar forsíðu tímaritsins Vogue víða um heim.

Sjá einnig: Bieber hættulega sexí fyrir Calvin Klein: GIF

Árið 2012 var Lara titluð ein af átta tekjuhæstu fyrirsætum heims en hún hefur svo sannarlega átt farsælan fyrirsætuferil.

Ekki er vitað hvað fyrirsætan er að gera á Íslandi en miðað við myndir virðist hún skemmta sér vel.

Screen Shot 2016-01-06 at 22.32.26

Screen Shot 2016-01-06 at 22.32.09

calvin-klein-jeans-s15-m-w_ph_mert-marcus_sp04_2

 

Lara-Stone-demolitionvenom-32141992-500-678

387540-500w

SHARE