Breska ofurfyrirsætan Lara Stone fagnaði áramótunum sínum á Íslandi og svo virðist sem hún dvelji hér ennþá.
Sjá einnig: Kendall Jenner fyrir Calvin Klein
Lara Stone hóf fyrirsætuferilinn sinn einungis 12 ára en það má segja að hún hafi skotist upp á stjörnuhimininn árið 2007, en þá prýddi hún forsíðu franska Vogue. Síðan þá hefur Lara meðal annars verið í auglýsingaherferðum fyrir Calvin Klein, tekið þátt í tískusýningu undirfatarisans Victoria´s Secret og prýtt þó nokkrar forsíðu tímaritsins Vogue víða um heim.
Sjá einnig: Bieber hættulega sexí fyrir Calvin Klein: GIF
Árið 2012 var Lara titluð ein af átta tekjuhæstu fyrirsætum heims en hún hefur svo sannarlega átt farsælan fyrirsætuferil.
Ekki er vitað hvað fyrirsætan er að gera á Íslandi en miðað við myndir virðist hún skemmta sér vel.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.