Brynja Dan með Singles Day í 6. skiptið

11.11 eða Singles Day verður haldinn í 6. sinn þetta árið. Einn af 3 stærstu netverslunardögum árlega. Lítil hugmynd Brynju sem byrjaði 2015 og þá fékk hún bloggsíðu hjá bloggara sem hún þekkir til liðs við sig, til að halda utan um tilboðin en þetta stækkar og stækkar og er orðið að flottri síðu með allskonar fídusum.

Brynja segir að síðan 1111.is er alltaf að breytast og stækka. Síðan okkar hefur aldrei verið eins flott og teymið aldrei sterkara.

Það verður ljúft að klára jólin á netinu… mæli með að vanda valið og velja vandað. Með dúndur tilboðum er oft hægt að gefa veglegri hluti eða upplifanir. Auðvitað er alltaf þægilegt að versla í matinn, helstu nauðsynjar og svosem allt það sem hugurinn girnist heima í sófa en kannski extra þægilegt á tímum covid að þurfa ekki að vera í margmenni að bíða í röðum og troðning. Þetta litla consept mitt er því ekki lengur svo lítið og allir velkomnir í gleðina.

Hægt er að skrá sitt fyrirtæki inná 1111.is

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here