Bumbur eru misjafnar á meðgöngu

Yfir öllu er hægt að kvarta eða setja út á.
Ég ætla mér ekki beint að gera það þó mig langi svolítið til þess að spá í hlutum varðandi bumbur og ófrískar konur.

Konur eru ótrúlega misjafnar þegar þær verða ófrískar rétt eins og þær voru áður en þær urðu ófrískar.
Það er engin kona eins á meðgöngu og engin fæðing eins heldur.
Vissulega er jákvætt að spyrjast fyrir og tala við aðrar ófrískar konur eða konur sem hafa gengið með barn til að afla sér reynslu og einhver viðmið sem konur spá gjarnan í, en það er ekki hægt að panta sér hvernig líðan okkar er á meðgöngu eða lögun bumbunnar né stærð.

Bumbur:

Bumbur eru misjafnar eins og við vitum allar, þær geta verið aflangar eða algjör ,,kúla‘‘.
Oft eru þessar aflöngu bumbur kallaðar strákabumbur en kúlu, stelpu.
Ég fer ekki meira út í þau rök en eflaust passar það í einhverjum tilvikum en pottþétt ekki öllum.
Bumbur fara vissulega eftir líkamsvexti konunnar fyrir meðgöngu, ef kona er mjög feit gæti bumban verið heldur ósýnileg til að byrja með og jafnvel alla meðgönguna.
Ef konur eru grannar eða í meðalþyngd ætti kúlan að vera augljósari.
Það er hinsvegar allur gangur á.
Talið er að bumba verði sýnileg seinna á meðgöngu á konum sem ganga með sitt fyrsta barn.
Það gæti verið rétt í einhverjum tilvikum en alls ekki öllum.

Oft sýna konur myndir af sér með bumbuna og fólk gleðst með og gerir við þær athugasemdir.
Það sem ég hef oft tekið eftir er að konum er hrósað fyrir litlar bumbur.

,,Þú ert mun nettari en flestar konur á meðgöngu‘‘
,,Rosalega ertu grönn og flott, komin svona langt‘‘
,,Það er nú ekki að sjá á þér, litla krílið er greinilega oggulítið‘‘
,,Vó ég ætla vera svona nett á minni meðgöngu‘‘

Hrós eins og þessi finnst mér algjörlega út í hött, ég er kannski ein um það en af hverju að hrósa konu fyrir það að vera ,,nett‘‘ á meðgöngu‘‘?
Er ekki hægt að nefna að hún sé falleg, með fallega bumbu eða eitthvað í þá áttina?
Er ekki svolítið verið að stuðla að því að allar konur ættu að vera ,,nettar‘‘ með litlar kúlur á meðgöngu ef það er stöðugt hrósað fyrir það?
Einnig eru það setningar sem ég heyri gjarnan en eru þá að sjálfsögðu ekki sagðar við konurnar sjálfar.

,,Hún er alveg orðin ROSALEGA stór‘‘
,,Hún fer að springa ef hún stækkar mikið meira‘‘
,,Hún hefur fitnað frekar mikið‘‘
,,Hún er strax komin með risa bumbu‘‘

Mér finnst þessi þróun orðin heldur furðuleg eins og með margt annað og ég er alveg viss um að margar konur eru hræddar við það að stækka meira en hin eða þessi.
Þó svo að Sigríður frænka hafi verið með örlitla bumbu þá er ekki þar með sagt að ég verði það.
Allt fer þetta eftir hversu mikið legvatn konur eru með, hvar fylgjan er staðsett uppá lögun bumbunnar.
Það er ekki þar með sagt að konur með litlar bumbur gangi með ofur lítil börn. Konur með stórar bumbur geta einmitt átt mjög lítil börn.

Ég held að við séum allar fallegar á okkar hátt og við ættum að hrósa fyrir eitthvað allt annað en að konur séu með litlar bumbur eða ,,nettar‘‘.
Það er mín persónulega skoðun að þróunin í kringum meðgöngu er ekki góð.
Konur eru gjarnan undir mikilli pressu að vera svona og hinseginn, þurfa að vera svona útlítandi og þar fram eftir götunum.

Vil samt taka það fram að ég stuðla að sjálfsögðu að hollu mataræði og hreyfingu ef konur geta á meðgöngu og er nokkuð sammála þeim þyngdar viðmiðum sem hafa verið sett fram, þó það séu auðvitað til undantekningar á.
En það kemur heldur stærð bumbunnar ekki við, eins og áður er sagt er það mjög líklega legvatnið sem ræður til um það.

Við ættum þá kannski að hrósa:
,,En hvað þú ert með ofboðslega lítið legvatn, svo flott‘‘! ?

Þessar konur eiga það allar sameiginlegt að vera komnar 25 vikur á leið.
Misjafnar en allar fallegar ekki satt?

olett1

olett2

olett5

olett3

olett6

olett4

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here