Cheryl Fernandez-Versini (32), sem betur er þekkt sem Cheryl Cole, er komin með nýjan kærasta, ef marka má heimildir HollywoodLife. Sá heppni er meðlimur hljómsveitarinnar One Direction, hjartaknúsarinn Liam Payne (22). Þau hafa verið að hittast á laun síðan í desember.

HollywoodLife hefur það eftir dagblaðinu The Sun að Cheryl og Liam hafi farið að stinga saman nefjum eftir að Cheryl skildi við eiginmann sinn Jean-Bernard Fernandez-Versini, en skilnaður á pappírum er í vinnslu. Cheryl hefur alltaf haldið ástarlífinu frá fjölmiðlum, eins vel og hún getur og hefur hún ekki staðfest neitt varðandi Liam, enn sem komið er.
„Cheryl og Liam eru saman. Það var óvænt en þau eru mjög hamingjusöm saman,“ sagði heimildarmaður The Sun. „Þeim hefur alltaf komið vel saman og eru með mörg sameiginleg áhugamál en hafa ekki verið saman fyrr en nú. Sambandið hófst fljótlega eftir að X factor þáttaserían kláraðist í desember og þetta er sönn ást. Liam er brjálæðislega ástfanginn.“

Nýlega fékk Liam sér húðflúr í stíl við það sem Cheryl er með að baki sínu og rassi.

Þess má til gamans geta að Liam og Cheryl hittust fyrst þegar Liam kom í áheyrnarprufu í X factor þegar hann var 16 ára gamall.

 

Sjá einnig: Cheryl Cole orðin rosalega grönn

 

 

01_26222108_fa52a3_2712121a

 

Sjá einnig: Justin Bieber gerir lítið úr One Direction

 

2F5944C800000578-3466533-Insider_gossip_A_friend_of_the_pair_allegedly_told_the_newspaper-m-12_1456561973312

 

Liam Payne (left) and Louis Tomlinson (right) form One Direction with the BRIT Award for British Artist Video of the Year in the press room at the 2016 Brit Awards at the O2 Arena, London. PRESS ASSOCIATION Photo. Picture date: Wednesday February 24, 2016. See PA story SHOWBIZ Brits. Photo credit should read: Ian West/PA Wire

 

 

1456566814_cheryl-promo

SHARE