Christina Aguilera á von á sínu öðru barni með tilvonandi eiginmanni sínum Matt Rutler. Söngkonan tilkynnti um trúlofun sína fyrir einungis rúmri viku en það var tengdamóðir hennar sem kjaftaði frá óléttunni.

Kathleen Rutler, móðir Matt Rutler, var í viðtali við slúðurtímaritið In Touch þegar hún greindi frá því að parið væri ekki að íhuga að flytja aftur á austurströnd Bandaríkjanna, en þegar fólk ætti von á barni þá væri það ekki mikið að pæla í flutningum.

Christina vinnur um þessar mundir sem dómari í amerísku raunveruleikaþáttunum The Voice en Matt og Christina kynntust við tökur á dansmyndinni Burlesque þar sem hún fór með eitt af aðalhlutverkunum.

Fyrir á Christina soninn Max Liron með fyrrverandi eiginmanni sínum Jordan Bratman.

SHARE