David Beckham hefur aldrei farið leynt með að hann gerir allt fyrir litlu dóttur sína Harper (4). Victoria deildi mynd af manni sínum sauma dúkkuföt fyrir Harper að hennar eigin beiðni.

Sjá einnig: Sonur David Beckham: Fær ekki frið fyrir æstum aðdáendum

Hann hefur sagt að hann eigi það til að ofvernda hana og veiti henni mun meiri athygli en hann gerði við syni sína þrjá, vegna þess að hún er stelpa. Nýverið hefur hann haft orð á því að hann sé farinn að leyfa 16 ára syni sínum Brooklyn að fara á stefnumót, en þó aðeins undir einhverju eftirliti. Þegar David er spurður hvernig hann haldi að hann verði þegar Harper fer að fara á stefnumót segir hann að “ójá, það mun pottþétt vera öðruvísi”.

Við erum strangir foreldrar, en við erum eins og flestir foreldrar. Við elskum börnin okkar og viljum það besta fyrir þau, svo við sjáum til.

 

Sjá einnig: Victoria og David Beckham gagnrýnd fyrir að láta Harper (4) ennþá nota snuð

 

 

 

3291F80000000578-0-image-a-11_1458982933506

Sjá einnig: David Beckham krúttar yfir sig á Instagram

30222D7900000578-3397711-image-a-1_1452700218823 30222D9400000578-0-image-a-55_1452699797718

SHARE