Munið þið eftir fyrirsögninni  „Já hann er nakinn!“ ?
Þeir gerast varla heitari en David Gandy og það verður að segjast eins og er að hann er í sérstöku uppáhaldi hjá okkur konunum á hun.is. Kappinn sem hefur glatt lesendur okkar með fallegum myndum af sér, fagnar 34 ára afmælinu sínu í dag. David sem er fæddur og uppalinn í Bretlandi, hefur unnið fyrir öll helstu tískumerki heims.  Árið 2006 byrjaði hann að vinna fyrir Dolce & Gabbana.  Seinna var hann aðalandlit þeirra í herferðinni  „Light blue“ og er enn.  Árið 2011 gaf Dolce & Gabbana út bók með  David um samstarf þeirra í gegnum árin og skartar hún fjölmörgum myndum af David á 280 blaðsíðum og á mörgum þeirra er hann ekkert að klæða sig upp. Þessi fer klárlega á afmælisgjafaóskalistann fyrir næsta afmæli!!

Við hér á Hún.is óskum David til hamingju með afmælið.

david8

 

David6

david3

david1

david7

david4

david5

 

 

 

 

 

SHARE