DIY: Fjarlægðu tannsteininn þinn heima

Það kannast flestir við að vera með tannstein. Tannsteinn eða tannsýkla er hjúpur baktería sem festast utan á tennurnar þínar, bæði fyrir aftan þær og upp við tannholdið. Flestir fara til tannlæknis til að láta fjarlæga tannstein en hér er ráð sem þú getur notast við heima.

images (4)

Til að forðast uppsöfnun tannsteins er mikilvægt að bursta tennurnar 2 sinnum á dag og nota tannþráð daglega. Tannsteinn getur verið mjög slæmur fyrir tennurnar þínar og geta bæði valdið skemmdum á tönnunum og sýkingu í tannholdinu.

Uppskrift:

Taktu 15 grömm af valhnetuskeljum, blandaðu þeim saman við vatn og láttu sjóða í 15 mínútur. Burstaðu síðan tennurnar uppúr blöndunni þrisvar sinnum á dag í 5 mínútur.

Sjá einnig: 6 fæðutegundir sem fara illa með tennurnar

SHARE