Donald Sutherland er látinn

Stórleikarinn Donald Sutherland er látinn, 88 ára að aldri. Sutherland á að baki langan feril sem spannar um sex áratugi. Hann lætur eftir sig eiginkonuna Francine Racette, fimm uppkomin börn.

Sonur Sutherlands, leikarinn Kiefer Sutherland, staðfesti andlát föður síns í færslu á samfélagsmiðlinum X. Þar sagðist hann vera þeirrar skoðunar að faðir sinn hefði verið einn af mikilvægustu leikurum kvikmyndasögunnar. Hann hafi elskað starf sitt og lifað lífinu til fulls.

Sutherland kom víða við á löngum ferli sínum. Hann reis á stjörnuhimininn á sjöunda áratug síðustu aldar í myndum á borð við The Dirty Dozen og M*A*S*H. Hann var líka þekktur fyrir myndir á borð við Ordinary People, Animal House, Invasion of the Body Snatchers, The Italian Job og Pride & Prejudice.

Hann lék eins í þríleiknum Hungurleikarnir þar sem hann fór með hlutverk forsetans Snow. Allt í allt fór hann með rétt tæp 200 hlutverk á verli sínum.

Hann hlaut fjölda viðurkenninga fyrir leik sinn, svo sem Emmy verðlaunin, Golden Globe og Critics Choice. Það var lífseigur brandari að hann væri einn besti leikarinn til að hafa aldrei hlotið tilnefningu til Óskarsverðlaunanna, en úr því var bætt áður 2017 þegar honum voru veitt heiðursverðlaunin á Óskarshátíðinni.

SHARE