Dóttir mín sér pabba sinn ennþá á typpinu

Ég er búin að velta þessu fyrir mér í þónokkurn tíma og finnst þetta bara einfaldlega of fáránlegt til að nefna við vinkonur mínar svo ég ákvað að senda bara póst á vefinn hérna til að fá ykkar svör frá öðrum konum.

Ég er að velta því fyrir mér hvenær litlar stúlkur eiga ekki lengur að sjá föður sinn nakinn. Dóttir mín er 8 ára og hann labbar um nakinn og hugsar sig ekki tvisvar um og ég hef ekki pælt íðí hingað til en svo las ég umræðu á íslenskri síðu um daginn þar sem var verið að ræða þetta og margar konur sögðu að stelpurnar þeirra sæju pabba sinn aldrei nakinn og voru þeirra börn mun yngri en dóttir mín.

Það sem ég er að spá í er hvort það sé einhver ákveðinn aldur þar sem stelpur eiga ekki lengur að sjá pabba sinn nakinn þegar hann kemur t.d. úr sturtu eða baði eða er bara ef hann er að skipta um föt?

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here