Dýragarðurinn Surabaya Zoo í Indónesíu er kallaður Zoo of Death, eða Dýragarður dauðans vegna þess hversu illa er hugsað um dýrin þar. Þetta er hræðilegt að sjá og dýrin fá ekki lágmarks umönnun og næringu.

Í hverjum mánuði deyja 25 dýr af óeðlilegum orsökum og flest þeirra svelta í hel. Það var undirskriftalisti í gangi á netinu en hann er ekki lengur virkur, en það var Cee4life sem var að baki þeim lista. Það seinasta sem var að frétta af þessum hrikalega ógeðfellda dýragarði var það, að garðinum yrði ekki lokað á næstunni og að dýrin í garðinum gætu ekki farið á ný „heimili“ vegna sjúkdóma. Cee4life gat bjargað tígrisdýrinu Melani og er hún öll að braggast.

Þú getur fylgst með dýragarðinum á Facebook og á heimasíðu þeirra.

SHARE