„Ég ákvað að reyna að svipta mig lífi!“ – Þjóðarsálin

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

————————

 

Ég er stelpa sem hefur gengið í gegnum margt, sem ekki margir hafa gengið í gegnum. Ég hef verið mjög mikið að fá hjálp undanfarna mánuði út af líðan minni. Ég hafði besta kærasta sem ég gat fengið sem hjálpaði mér í gegnum þetta allt og hann var eini sem ég gat talað við um það sem var að gerast hjá mér af því að ég var búin að hrinda öllum mínum vinum frá mér.

Mér hefur alls ekki liðið vel síðustu 4-5 ár af því að það voru ýmis vandræði í fjölskyldunni. Það kom alltaf meira og meira ofan á hin vandamálin og smátt og smátt hlóðst þetta upp og ég mátti aldrei segja neitt. Ég geymdi alltaf allt inní mér og þess vegna fór mér alltaf að líða verr og verr. Ég þekki blóðfaðir minn ekki en í staðinn fékk ég besta stjúpföður sem hægt er að eignast! Mamma min hefur gengið í gegnum mikið líka, en árið 2010 dó faðir hennar svo og þá fór allt niður á við. Við leituðum okkur aldrei að hjálp og fjölskyldan fór smám saman að færast í sundur og enginn minntist á neitt.

Fyrir 2 árum komst ég að því að mamma mín væri þunglynd en ég þorði ekkert að tala við hana um það, heldur fylgdist ég bara vel með henni af því að hún var byrjuð að drekka til þess að líða betur, en áfengi er alls ekki það besta ofan í þunglyndi en hún fór vitlausa leið og allar nætur vakti ég þangað til að hún fór að sofa. Margt gerðist þegar allt þetta byrjaði, ég horfði á þau rífast og ekki bara einu sinni heldur oftar en ég hef aldrei fengið jafn mikið áfall og þegar ég var í fríi með foreldrum mínum. Það var ótrúlega gaman og þetta var eina fríið mitt þetta sumarið og þess vegna vildi ég hafa geðveikt gaman! En um nóttina var fólkið að skemmta sér saman á ættarmóti og allt fólkið drakk mjög mikið. Mamma mín og pabbi voru með þessu fólki að skemmta sér og það var allt í lagi alveg þangað til að ég bað pabba að fara að ná í mömmu mína til þess að koma henni í háttinn, en hún ýtti pabba svo mikið frá sér að hún var farin að ljúga að einhverjum ógeðslegum sterakörlum að pabbi hafi gert eitthvað við hana sem var alls ekki rétt!

Það var keppni þennan dag sem kallast Vestfjarðarvíkingurinn og þá komu einhverjir ógeðslegir sterakarlar sem voru að keppa og þeir gistu síðan á hóteli þar sem ættarmótið var um nóttina. En allavega þessir sterakarlar trúðu mömmu en þetta var alls ekki rétt sem mamma sagði en þetta var allt á vegna þunglyndisins og þess vegna laug hún til þess að fá að drekka í friði, en þessir sterakarlar fóru alls ekki rétta leið og þeir stóðu með mömmu minni. Stjúpfaðir minn kom og náði í mig í fellihýsið um nóttina og bað mig að koma af því að hann náði mömmu ekki, þá voru þessir sterakarlar búnir að lúberja hann af því að hann var að reyna að ná í mömmu mína.
Þegar við komum aftur upp á hótelið þá ætlaði faðir minn að labba til mömmu en nei! Þessir tveir karlar sem ég var búin að nefna tóku föður minn niður spörkuðu í hann og börðu hann og ég horfði á, þeir vissu að ég væri þarna, en þetta endaði þannig að faðir minn þurfti að gista í fangaklefa í eina nótt og kraftakarlarnir sem börðu hann endalaust tóku mig inn í herbergi og töluðu við mig um þetta sem hafði gerst. Ég sagði þeim að þetta væri ekki satt sem mamma hafði verið að segja við þá! En allavega þeir komust undan og hefði ég viljað kæra þá hefði ég gert mér grein fyrir þessu strax! Ég hef beðið um hjálp við að finna þessa ógeðslegu sterakarla! En ég hef ekkert fengið. Afhverju er fólk að skipta sér svona mikið af öðrum fjölskyldumálum sem þau vita ekkert um?!

Núna í febrúar var komið nóg hjá mér, mamma mín hafði þá farið á sjúkrahús útaf þunglyndi og áfengismeðferð og er ég rosalega stolt af henni í dag og líður henni betur í dag! En ég var hinsvegar ekki búin að fá neina hjálp þannig að ég ákvað að reyna að svipta mig lífi! Þegar ég reyndi það þá komst vinkona mín að því að ég hefði tekið of stóran skammt og er ég henni þakklát núna í dag! En takið eftir því að um leið og ég reyni að svipta mig lífi þá fer öll hjálp af stað, ég var búin að biðja um hjálp í rúmlega eitt ár áður en ég reyndi að svipta mig lífi af því að ég sjálf er að berjast við þunglyndi… jájá allt í lagi með það, ég fæ þá hjálp sem ég þarfnaðist og fer inná BUGL og þar er vel tekið á móti mér.

Ég kem síðan útaf BUGL í byrjun mars og það er allt í lagi með mig þá, ég heyri í kærastanum mínum og tala við hann og síðan nokkrum dögum seinna kem ég heim en nei þá ákvað kærastinn minn að hætta með mér. Hann greinilega höndlaði ekki að ég væri svona veik og hefur hann talað við fullt af öðrum stelpum í dag um mig og segir við þær að ég sé geðveik á háu stigi! Ég, sem var að leita mér hjálpar og hef gengið í gegnum alla þessa erfiðleika, fæ þetta á mig þegar ég er nýkomin heim! Hann blockar mig á fb og eyðir mér bara út úr lífi sínu! Hann hefur ekki talað við mig síðan hann hætti með mér, en samt getur hann farið á bakvið mig og sagt við alla að ég sé geðveik á háu stigi!

Sumir hugsa ekki, en eftir þetta hrakaði mér aftur aaaaalveg lengst niður og mér leið eins og ég hafi verið skotin í hjartað og væri liggjandi í blóðpolli á miðri götu, en enginn myndi koma og bjarga mér af því að ég er ekki þess virði, af því að ég er þunglynd af því að ég er að glíma við kvíðaröskun. Af því að það sér enginn neitt á mér. Þetta er þessi sjúkdómur, þetta er óþolandi og við virkilega þurfum að berjast fyrir því að fá hjálp og einu skiptin sem ég og móðir mín höfum virkilega fengið einhverja hjálp er þegar við reyndum að fara í burtu (deyja)!

Þetta er ekki í lagi!  Af hverju geta þunglyndir ekki fengið jafn mikla hjálp og þeir sem fótbrotna eða fá hjartaáfall?! Þetta er alveg eins og að ég fengi hjartaáfall og einhver myndi hringja á sjúkrabíl, en hann myndi segja: „æjji nei þú kemst ekki að hjá okkur strax af því að það er allt fullt!“ Þetta fá þeir sem eru þunglyndir, við fáum endalausa höfnun! Þetta er orðið frekar þreytt…

Ég vildi vekja athygli á þessu af því að þetta er alls ekki í lagi, margir þunglyndir hafa fyrirfarið sér af því að þeir eru bara hættir að reyna að biðja um hjálp af því að við fáum enga hjálp! Koma svo læknar!!

Með kveðju
Þessi stelpa sem allir halda að sé geðveik á háu stigi, þökk sé fyrrverandi…

SHARE