Ella Kragh – „Mæli með að fólk fái aðstoð þjálfara“

Elín Kragh Sigurjónsdóttir eða Ella Kragh eins og hún er oftast kölluð er flott stelpa með nóg fyrir stafni. Ella er 24 ára gömul móðir en hún á 4 ára gamla prinsessu hana Alexöndru Ósk. Fyrir utan móðurhlutverkið er Ella í námi við Fjölbrautaskólann í Ármúla en þar er hún að klára stúdentinn en eftir námið í FÁ ætlar hún svo að halda í Keili og læra þar flugumferðastjórn.
Með skóla vinnur Ella aðra hvora helgi á Kaffi Zimsen og þetta er ekki alveg búið því Ella er einnig á kafi í fitness og stendur sig hrikalega vel.

Elín keppti fyrstu keppnina sína í apríl 2012 og varð þá í 2 sæti í sínum flokk. Í framhaldi að því fór hún núna nýlega til Póllands og keppti á heimsmeistaramótinu og á Arnold Classic núna í október.
Ella segir að hún muni aldrei gleyma þessari reynslu og það að skipuleggja sig skiptir öllu máli svo hlutirnir gangi upp.

Nú hafnaðir þú öðru sæti í fitness hér heima og ert á leiðinni að keppa á heimsmeistaramótinu, hvenær kviknaði áhugi þinn fyrir fitness ?
Alla mína ævi hef ég verið að hreyfa mig. Ég var meðal annars að æfa fimleika, sund og handbolta þegar ég var yngri.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessu sporti og eftir að ég átti stelpuna mína ákvað ég að koma mér í form og drífa mig í að prófa að keppa. Ég hafði samband við þjálfarann minn hann Konráð Val (þjálfari í World Class Laugum) og hann kom mér á þann stað sem ég er í dag.

Hvernig er rútínan á venjulegum degi hjá þér Ella?
Ég vakna og tek brennslu heima, fæ mér að borða með stelpunni minni, keyri hana í leikskólann og fer síðan sjálf í skólann. Þegar skólinn er búinn þá fæ ég mér að borða með stelpunni minni og verður Ginger alltaf fyrir valinu. Það er rosalega hollur staður, fljót afgreiðsla og ódýrt. Eftir mat þá fer ég á æfingu síðan heim að elda og læri. Það er svona nokkuð basic dagur hjá mér.

Hvernig fæðubótarefni ertu að nota meðan þú undirbýrð þig fyrir keppni ? er eitthvað annað sem þú mælir með til að auka brennslu eða orku ?
Öll fæðubótaefni sem ég nota eru frá Fitness Sport. Ég nota protein og verður Nectar oftast fyrir valinu, ótrúlega gott á bragðið og ég mæli hiklaust með því. Síðan nota ég kreatin, glútamín, BCAA, Casein protein og CLA. Til að auka brennsluna og úthald þá fæ ég mér pre-workout drykki eins og t.d The Curse. Allar þessar vörur fást í Fitness Sport.

Það er talað um að svona stífar æfingar og mataræði hafi áhrif á skap fólks finnur þú fyrir því eins og í niðurskurði ?
Nei ég get ekki sagt það, nema kannski síðustu 2 vikurnar þá er maður orðin mjög þreyttur og langar alveg að fá sér kökusneiðina hennar mömmu .

Við spurðum Ellu hvernig best sé að halda sér við efnið, við könnumst mörg við að standa okkur vel í eina til tvær vikur en detta svo aftur í sama gír og gefast upp ?
Ef þig langar virkilega að taka þig á þá myndi ég fá faglega aðstoð frá einkaþjálfara sem gerir matar og æfingaprógramm og ekki gera of miklar kröfur á sjálfan þig, byrja bara rólega með að minnka nammið og passa að borða alltaf á 2 tíma fresti og eitthvað hollt.
Hollur matur þarf ekki að vera vondur og bara um að gera að kynna sér góða matinn og prófa sig áfram. Ef þú ert með mikla nartþörf þá skipta því út fyrir vínber, epli eða eitthvað þessháttar.
Passa sig að vera ekki svöng/svangur og sniðugt að vera með gott nesti á sér.
Ég tók þá ákvörðun að ég vildi taka mig á og rökræddi við sjálfa mig þegar ég ætlaði að kaupa mér nammi þegar það var ekki nammidagu.
En á nammidögum þá að sjálfsögðu leyfi ég mér hvað sem er og finnst það betra en að vera borða nammi alla daga. Enda þýðir ekkert annað en að gera þetta 100% ef maður er að fara að keppa.

Hvað er það fyrsta sem þú færð þér eftir keppni ?
Fyrir mig þá er það mjög sálrænt, ég er alveg búin að gera lista yfir allt nammið og matinn sem ég ætla að fá mér eftir mót en þegar að það kemur að því þá langar mig ekki jafn mikið í það. Auðvitað fæ ég mér samt góðan ,,burger‘‘ eða væna steik með öllu meðlæti með en samt sem áður þá er þetta meira fyrir mér að ég held mig langi í allt þetta nammi og allan þennan mat af því ég má það ekki.

Fyrir fólk sem langar til þess að prufa að keppa, hvernig er best að snúa sér ?
Það sem ég ráðlegg öllum er að leita sér hjálpar til fagaðila. Þetta er krefjandi sport og margt sem maður hreinlega veit ekki eða gerir sér grein fyrir. Ég mæli með Konráð Vali Gísasyni. Hann er þjálfarinn minn og algjör fagmaður í þessu. Hann var einnig að opna heimasíður sem heitir www.ifitness.is Þar inná er hægt að finna margt sem tengist þessu sport, fróðleiksmola og helling af áhugaverðum hlutum.

Nú hef ég heyrt að þetta sport sé með þeim dýrari, getur þú tekið undir það ? hvar liggur kostnaðurinn ?
Já þetta er mjög dýrt sport og aðal kostnaðurinn er matur, keppnisfatnaður, keppnisskart og þess háttar og er því mikilvægt að hafa gott fólk á bak við sig , semsagt sponsa.
Fyrir mitt fyrsta mót fékk ég afslætti hjá mínu fólki en eftir mitt fyrsta mót var ég svo heppin að fá 100% spons frá frábærum aðilum sem hafa hjálpað mér mjög mikið og ég gæti þetta ekki án þeirra. Þau eru Ginger, Fitness Sport, World Class, Dekurdýrin mín, Snyrtistofan Nostra, Marko Merki, Hárlengingar.is og Stjörnubros.

Hefur eitthvað breyst frá því áður en þú fórst að stunda svona mikla líkamsrækt?
Ég sé líkamann minn mótast helling og finn að ég verð sterkari andlega og líkamlega.

Hvernig er dæmt í model fitness, hvað er það sem dómnefnd leitar eftir ?
Í model fitness er meira leitast eftir útgeislun og sviðsframkomu og að sjálfsögðu vel tónaðrar líkama, hann má ekki vera of massaður né of skorinn. Hann á að sýna fram á flottan íþrótta línur.

Matseðill Ellu Kragh:

Morgunmatur: Hafragrautur og protein
Morgunkaffi epli og egg
Hádegismatur: Kjúklingasalat með sætumkartöflum frá Ginger.
Síðdegis kaffi pera og protein
Fyrir æfingu hafragrautur
Kvöldmat: fisk, kjúkling eða nautakjöt
Kvöldkaffi: Casein Prótein

 

Fyrir ykkur sem hafið áhuga á að fylgjast betur með þessari hæfileikaríku og duglegu stelpu, þá er hægt að like-a facebook síðuna hennar hér.

www.facebook.com/ellakragh


Myndirnar tók Jónas Hallgrímsson
www.jonashallgrimsson.com

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here